Ástand mannsins stöðugt eftir mikla reykeitrun

Eld­ur kviknaði í starfs­stöð endurvinnslufyrirtæk­is­ins Pure North í Hvera­gerði á …
Eld­ur kviknaði í starfs­stöð endurvinnslufyrirtæk­is­ins Pure North í Hvera­gerði á um kl. 22.30 í gær­kvöldi.

Ástand mannsins sem fluttur var þungt haldinn á Landsspítalann eftir eldsvoðann í Hveragerði í gærkvöldi er stöðugt, að sögn lögreglu. Nokkurt tjón varð á atvinnuhúsnæðinu sem brann.

Einn var flutt­ur á Land­spít­al­ann þungt hald­inn vegna reyk­eitr­un­ar og ann­ar var flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands eft­ir að eld­ur kviknaði í starfs­stöð endurvinnslufyr­ir­tæk­is­ins Pure North í Hvera­gerði á kl. 22.30 í gær­kvöldi.

Nokkurt tjón

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir við mbl.is að maðurinn sem var fluttur á Landspítalann þungt haldinn vegna reykeitrunar sé enn á sjúkrastofnun, að því er Jón best veit, en ástand hans sé stöðugt. Hann hefur ekki upplýsingar um líðan hins sem var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

„Já, þetta er nokkurt tjón,“ svarar Jón aðspurður.

Hann tekur fram að rannsóknin sé enn á frumstigi en tæknideild lögreglunnar fari á vettvang í dag til að rannsaka eldsupptökin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert