Átta ára dómur fyrir brot gegn dóttur sinni

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness.
Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 19. september 2023 gegn rúmlega fertugum karlmanni sem sakfelldur var þá fyrir sifjaspell, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi gagnvart 15 ára dóttur sinni. Fallið er þó frá hluta málsins er varðar myndir og myndskeið sem maðurinn var sagður hafa framleitt af dóttur sinni.

Þetta kemur fram í dómi Landsréttar sem féll í dag.  

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir vopnalagabrot og vörslu á efni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt.

Efnið sagt gróft og ógeðfellt

Vikið var frá þeim hluta málsins er varðaði 27 myndir og 9 myndbönd sem manninum var gefið að sök að hafa tekið á síma sinn af brotaþola. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kom fram að um­rædd­ar mynd­ir og mynd­skeið séu sum hver sér­lega gróf og ógeðfelld og sýni í öll­um til­vik­um stúlk­una sem meg­in­mynd­efni.

„Er þannig ekk­ert fram komið sem styður þann framb­urð ákærða að hann og brotaþoli hafi skipst á að taka kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir hvor af öðrum. Verður þvert á móti lögð til grund­vall­ar sú stöðuga og trú­verðuga frá­sögn brotaþola að ákærði hafi ávallt verið mynda­smiður,“ sagði í dómnum.

Fallið frá vegna ósamræmis

Í dómi Landsréttar kemur fram að „ekki yrði af ákærunni eða gögnum málsins ráðið hvaða 27 ljósmyndir og níu myndskeið [maðurinn] væri sakaður um að hafa framleitt en verulegs innbyrðis ósamræmis gætti í gögnum málsins sem þessi kafli ákæru væri reistur á. Í ljósi þessa ósamræmis og þar sem myndirnar hefðu ekki verið skýrt tilgreindar í ákæru yrði að telja að þessi óskýrleiki hefði torveldað [manninum] að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Yrði því ekki hjá því komist að vísa þessum kafla ákærunnar frá héraðsdómi án kröfu.”

Landsréttur staðfesti þá refsingu er ákveðin var af Héraðsdómi Reykjaness. Hefur maðurinn verið dæmdur til 8 ára fangelsisvistar og til þess að greiða brotaþola 6 milljónir króna í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert