Fjórir á sjúkrahús eftir árekstur í Hvalfjarðargöngum

Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi.
Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngum í dag.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að enginn sé í lífshættu.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag rákust tveir bílar á í Hvalfjarðargöngum um kl. 13.

Uppfært kl. 15.24:

Göngunum var lokað en samkvæmt vef Vegagerðarinnar er búið að opna fyrir umferð að nýju.  Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi, skrifar Vegagerðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert