Ingi Freyr til Rúv frá Heimildinni

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður.
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður. Ljósmynd/Heimildin

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Heimildinni, gengur til liðs við fréttastofu Ríkisútvarpsins þar sem hann mun m.a. vinna efni í útvarpsþáttinn Þetta helst.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hlakka til,“ skrifar Ingi á Facebook.

„Það verður gaman að vinna við ljósvakamiðla eftir að hafa unnið á prent- og netmiðlum í rúmlega fimmtán ár samfleytt, síðastliðin sjö á Stundinni/Heimildinni.“

Ingi Freyr hefur ríka reynslu úr blaðamennsku og hefur alloft verið tilnefndur til blaðamannaverðlauna.

Hann var um árabil blaðamaður og fréttastjóri á DV áður en hann gekk til liðs við Stundinna, sem varð síðan að Heimildinni þegar miðillinn sameinaðist Kjarnanum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert