Segir myndina birta í góðri trú

Slökkviliðsbíll.
Slökkviliðsbíll. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

„Þegar þessi mynd er birt þá er það bara í góðri trú og hugsað sem svona víti til varnaðar,“ segir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri slökkviliðs höfuðborgasvæðisins, í samtali við Morgunblaðið um myndina sem þau birtu í síðustu viku.

Slökkviliðið birti þá mynd á facebook-síðu sinni af stúlku undir lögaldri sem fest hafði á milli tveggja steinveggja í skúlptúr við Háskólabíó.

Á myndinni sést ekki í andlit stúlkunnar en myndbirtingin hefur verið gagnrýnd af almenningi á samfélagsmiðlum.

Passa alltaf upp á persónuvernd

Guðný segir að þau séu að skoða málið og að slökkviliðið passi alltaf upp á persónuvernd. „Við leggjum okkur fram við að birta ekki myndir sem gætu einmitt verið viðkvæmar fyrir fólk á vettvangi.“

Guðný segir þau hafa fengið eina kvörtun um myndina ásamt athugasemdum á facebook-síðunni en þeim hafi hvorki borist kvörtun frá stúlkunni sjálfri né einhverjum nákomnum henni svo hún viti til.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert