Spennt að fylgjast með uppbyggingu Kringlunnar

Sigrún Rakel Ólafsdóttir, starfsmaður í Kúnígúnd, segist ánægð með að …
Sigrún Rakel Ólafsdóttir, starfsmaður í Kúnígúnd, segist ánægð með að verslunin hafi opnað í gær. mbl.is/Eyþór

Starfsmaður verslunar í Kringlunni segist ekki hafa búist við því að verslunarmiðstöðin yrði opnuð aftur fimm dögum eftir að eldur braust út í þaki Kringlunnar.

„Eftir að ég kom hérna á laugardagskvöldinu og sá að allt var á floti gat ég ekki séð fyrir mér að þetta yrði svona hreint og fínt,“ segir Sigrún Rakel Ólafsdóttir, starfsmaður í Kúnígúnd, í samtali við mbl.is.

Kringlan var fyrst opnuð í gær eftir að eldur braust út í þaki hennar á laugardag.

Sigrún var í Kringlunni þegar eldurinn braust út og sá hvernig aðstæður voru um kvöldið þegar hún vitjaði búðarinnar.

„Við erum mjög heppin. Það er enginn leki og lítil brunalykt,“ segir Sigrún en Kúnígúnd slapp vel miðað við aðrar verslanir í Kringlunni sem urðu fyrir verulegu tjóni.

Aðspurð segist Sigrún ánægð með að hafa fengið að opna í gær eftir lokanir síðustu daga. 

„Við erum rosalega spennt að fylgjast með hvernig Kringlan verði byggð upp eftir þetta,“ segir Sigrún að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert