Spursmál: Lilja svarar gagnrýni

Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru …
Helga Vala Helgadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergþór Ólason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. María Matthíasdóttir

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamála-, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag.

Upptöku af þættinum má nálgast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify og eða Youtube og er hann öll­um aðgengi­leg­ur.

Ferðaþjón­ust­an og lista­manna­laun­in í brenni­depli

Ákvörðun Lilju um að hækka fjár­fram­lög til lista­manna­launa hef­ur hlotið tals­verða gagn­rýni und­an­farið. Hef­ur því verið haldið fram að frem­ur frjáls­lega sé farið með al­manna­fé í því til­liti og ákvörðunin ekki í takti við rétta for­gangs­röðun fjár­heim­ilda.

Á dög­un­um lagði Lilja einnig fram til­lögu til rík­is­fjár­laga­nefnd­ar um að Ísland verði markaðssett í aukn­um mæli fyr­ir ferðamenn. Veru­leg­ur sam­drátt­ur virðist eiga sér stað á bók­un­ar­stöðu á farþega­flugi og gist­ingu um þess­ar mund­ir en talið er að jarðhrær­ing­arn­ar á Reykja­nesi kunni að vera vald­ur þess.

Átakið sem nú þegar hef­ur verið teiknað upp yrði unnið í sam­starfi við Ferðamála- og Íslands­stofu en kostnaður við fram­kvæmd þess mun hlaupa á tug­um millj­óna.

Í þætt­in­um var margt áhugavert til umræðu. Var ráðherra gert að svara krefj­andi spurn­ing­um um stöðu ferðaþjón­ust­unn­ar, lista­manna­laun­in, rík­is­fjár­mál­in, ís­lenska tungu og fleira í þeim dúr. 

Fjöl­breytt frétta­vika að baki

Þau Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður og fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, mættu einnig í settið til að fara yfir það helsta sem þótti draga til tíðinda í líðandi viku.

Fylgstu með fræðandi og fjör­ugri umræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga klukk­an 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert