Starfsmenn heilir á húfi eftir eldsvoða

Einn var flutt­ur á Land­spít­al­ann þungt haldinn vegna reyk­eitr­un­ar.
Einn var flutt­ur á Land­spít­al­ann þungt haldinn vegna reyk­eitr­un­ar. mbl.is

Starfsmenn eru heilir á húfi eftir að eldsvoði kom upp í atvinnuhúsnæði endurvinnslufyrirtækisins Pure North í Hveragerði í gær. Eldsupptökin voru í endurvinnsluvél, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Einn var flutt­ur á Land­spít­al­ann þungt hald­inn vegna reyk­eitr­un­ar og ann­ar var flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands eft­ir að eld­ur kviknaði um kl. 22.30 í gærkvöldi.

„Það eru allir útskrifaðir,“ segir Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, í samtali við mbl.is. Hann tekur fram að starfsmenn séu heilir á húfi.

Meiri reykur en eldur

Verksmiðjan var ekki í gangi þegar eldurinn kom upp en ræstingarstarfsfólk var aftur á móti við vinnu. Þrír voru á vakt.

„Þetta var sem sagt í einni vél sem eldurinn kom upp, sem var verið að sinna viðhaldi við,“ segir Sigurður. „En það er ekki alveg komið í ljós hvað gerðist.“

Lögreglan segir við mbl.is að tæknideildin fari á vettvang í dag. Sigurður segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi enn ekki fengið tækifæri til þess að fara inn í húsið en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sé tjónið ekki allmikið.

„Meiri reykur heldur en eldur,“ hefur Sigurður eftir lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert