„Þetta er dásamlegt“

Vinirnir Hjálmar, Ragnar og Sævar sem mættir voru á kaffihúsið …
Vinirnir Hjálmar, Ragnar og Sævar sem mættir voru á kaffihúsið Kaffitár í Kringlunni í gærmorgun. mbl.is/Eyþór

Kringlan opnaði á ný í gær eftir fimm daga lokun vegna eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu síðastliðinn laugardag og voru fastagestir mættir á stöðvar sínar.

„Við komum eiginlega næstum því daglega [...] maður var bara hálfheimilislaus. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Sævar Stefánsson viðskiptavinur Kaffitárs þegar blaðamaður nær af honum tali.

„Þetta er dásamlegt,“ segir Sævar þegar hann er spurður um opnun Kringlunnar.

Sævar, sem staddur var á kaffihúsinu ásamt vinum sínum Ragnari Halldórssyni og Hjálmari Halldórssyni, segir að félagarnir séu hluti af 15 manna hópi sem hittist reglulega á Kaffitári í Kringlunni og hafi gert í mörg ár.

Kringlan eins og félagsheimili

Hittast þeir vanalega frá um 9:30 og 12 og spjalla og lesa Morgunblaðið og lýsa þeir vinirnir Kringlunni sem félagsheimili fyrir hópinn.

„Þetta er bara eins og maður sé í dagvistun hér,“ segir Sævar um samveru hópsins og nefnir að Kringlan hafi lengi verið hluti af hans daglega lífi. 

„Ég er búinn að vera í rúm 20 ár hérna, ég fór með stelpunum mínum þegar þær voru litlar í hádeginu þegar konan var að vinna og fékk mér kaffi,“ segir Sævar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka