Þungt haldinn eftir eldsvoða í Hveragerði

Hveragerði.
Hveragerði. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn var fluttur á Landspítalann þungt haldinn vegna reykeitrunar og annar var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir að eldur kviknaði í starfsstöð endurvinnslufyrirtækisins Pure North í Hveragerði á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Eldurinn kom upp í hreinsitæki innan verksmiðjunnar. Búið var að ráða niðurlögum hans í gærkvöldi, greindi RÚV frá eftir samtal við aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Tildrög eldsins verða rannsökuð frekar í dag og umfang tjónsins metið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert