Dagur bara á biðlaunum borgarstjóra

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík verður á biðlaunum hjá borginni í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun þessa árs, en þiggur ekki laun sem formaður borgarráðs á sama tíma, að því er fram kemur í skriflegu svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Frá því var greint í blaðinu í gær að auka hefði þurft við fjárheimildir í fjárhagsáætlun borgarinnar um 25 milljónir króna vegna borgarstjóraskiptanna og var það gert með sérstökum viðauka við áætlunina.

Samkvæmt sundurliðun í svari borgarinnar fær Dagur biðlaun borgarstjóra í sex mánuði, alls 18.240.862 kr., en til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 kr. Þá kostar orlofsuppgjör við Dag borgina 9.773.617 kr., þannig að heildarkostnaður vegna þessa nemur 18.398.840 kr.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert