Lufthansa sýknað af kröfu Isavia

Deilan snérist um það hvort að úrlausn þýsks dómstóls í …
Deilan snérist um það hvort að úrlausn þýsks dómstóls í málinu hefði verið bindandi fyrir Isavia. AFP

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þýska flugfyrirtækið Lufthansa og þrotabú flugfyrirtækisins Air Berlin af kröfum Isavia um vangoldin þjónustugjöld eftir að Lufthansa tók við rekstri Air Berlin eftir gjalþrot þess árið 2017. 

Deilan snérist einnig um það hvort að úrlausn þýsks dómstóls í málinu hefði verið bindandi fyrir Isavia.

Forsaga málsins er sú að Lufthansa neitaði að greiða reikninga vegna þjónustu á Keflavíkurflugvelli, sem endaði með því að sýslumaðurinn á Suðurnesjum kyrrsetti eina vél fyrirtækisins að beiðni Isavia.

Lufthansa taldi sér aftur á móti óheimilt að greiða kröfuna vega úrskurðar dómstóls í Köln og því hefði kyrrsetning flugvélar fyrirtækisins verið óheimil.

Rök Isavia ekki talin halda vatni

Isavia hafnaði því alfarið að úrskurður þýska dómstólsins hefði réttaráhrif á Íslandi og vildi heldur meina að Lufthansa hefði þurft að fara með málið fyrir íslenska dómstóla. 

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því og féllst ekki á rök Isavia um að þýska dómstóla skorti lögsögu í málinu. Vísaði dómstóllinn m.a. til Lúganósamningsins sem bæði Ísland og Þýskaland eiga aðild að. Hann kveður á um sameiginlega lögsögu dómstóla í aðildarríkjum að samningnum.

Héraðsdómur leit meðal annars til þess að Isavia hefði ekki reynt að áfrýja málinu fyrir þýskum dómstólum og hafnaði þeirri málsástæðu Isavia að úrlausn dómstólsins í Köln væri andstæð allsherjarreglu á Íslandi.

Var Lufthansa því sýknað af öllum kröfum Isavia og málskostnaður felldur niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert