„Virðist vera búið í bili“

Engin virkni er lengur í gígnum.
Engin virkni er lengur í gígnum. Ljósmynd/Almannavarnir

Engin virkni hefur verið i eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina frá því um hádegi í gær og gosinu, því fimmta á Sundhnúkagígaröðinni frá því í desember, virðist þar með lokið.

„Þetta virðist vera búið í bili en svo má alveg búast við því að við sjáum endurtekningu á atburðum síðustu mánaða og að það muni aukast þrýstingur aukist undir Svartsengi. Við höfum ekki alveg sagt skilið við þessa atburðarrás,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Seint í gærkvöld flæddi önnur hraunspýja yfir varnargarðinn og í kjölfarið voru slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sendir á vettvang í hraunkælingu.

Salóme segir að hraun sé að streyma meðfram varnargarðinum og við Sýlingafell vegna þunga hraunsins.

„Það er ekkert að bætast í en það er þungi hraunsins sem dregur það áfram. Það þarf að fá að jafna sig og finna jafnvægi,“ segir Salóme.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert