Allir starfsmenn NTC halda sínum störfum

Svava Johansen, eigandi NTC, segir störf sinna starfsmanna, sem og …
Svava Johansen, eigandi NTC, segir störf sinna starfsmanna, sem og laun þeirra, tryggð. mbl.is/Eyþór

All­ir fa­stráðnir starfs­menn NTC halda starfi sínu þrátt fyr­ir tjón versl­ana í Kringl­unni. Þetta seg­ir Svava Johan­sen, eig­andi NTC, í sam­tali við mbl.is. Hún bæt­ir við að NTC sé með rekstr­ar­stöðvun­ar­trygg­ingu sem ver laun allra fa­stráðna starfs­manna, hvort sem þeir séu í auka­vinnu eða fullu starfi.

Svava rek­ur sex versl­an­ir í Kringl­unni og urðu versl­an­ir henn­ar fyr­ir hvað mesta tjón­inu í brun­an­um 15. júní. Þá eru starfs­menn versl­ana NTC í Kringl­unni komn­ir í tíma­bundn­ar stöður í öðrum versl­un­um NTC á meðan verið er að koma öllu í stand aft­ur í Kringl­unni.

Samn­inga þurfi alltaf að standa við

„Ef það er kom­inn samn­ing­ur, þá mun­um við alltaf að standa við hann,“ seg­ir Svava og bæt­ir við að það sé svo í þeirra regl­um að þeirra tjóna­fyr­ir­tæki verði að tryggja fyr­ir­tækið og alla starfs­menn þess sem búið er að ráða inn.

Hún nefn­ir þó sem dæmi að ef versl­an­irn­ar geta ekki opnað fyrr en eft­ir sex mánuði, þá þyrfti að segja starfs­mönn­um upp, en þeir hefðu alltaf þriggja til sex mánaða upp­sagn­ar­frest.

Hröð en fag­leg vinna

Spurð hvort hún viti hvenær versl­an­irn­ar opni á ný í Kringl­unni seg­ist hún ekki vita að svo stöddu. Marg­ir komi þó að end­ur­bygg­ing­unni og nú sé verk­efnið í hönd­um eig­enda húss­ins og seg­ir Svava að þeir vinni verkið mjög fag­lega. Hún bæt­ir við að end­ur­bygg­ing­in hafi verið sett í eins kon­ar „hraðverk­efn­is­form“ og sé það unnið mjög vel.

Þegar þeir ljúka störf­um þá taka þau hjá NTC yfir og inn­rétta, en á meðan und­ir­búa þau sig og klára allt sem hægt er að klára, seg­ir Svava.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert