Ásmundur: Ráðuneytið getur ekki beitt sér

Yazan er með duchenne-heilkenni, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Til stendur að …
Yazan er með duchenne-heilkenni, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Til stendur að vísa honum til Spánar. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Aðsend

Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið geti ekki beitt sér í máli Yazans Tamimi, 11 ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem á að vísa úr landi í næsta mánuði. Ráðuneytið megi ekki stíga inn í mál einstaklinga.

Yaz­an er með duchenne-heil­kenni, sem er vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­ur. Hann og fjölskylda hafa búið á Íslandi í rúmt ár en þeim verður vísað úr landi í byrj­un júlí. Gerist þetta í framhaldi af því að kærunefnd útlendingamála synjaði hon­um um vernd hér á landi.

„Þetta mál er statt hjá dómsmálaráðuneytinu og stofnunum þess. Og við í raun höfum ekki heimild til að stíga inn í einstaklingsmál með þessum hætti, og höfum ekki gögnin til þess heldur. Heldur er það hjá stofnunum dómsmálaráðuneytisins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra.

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undir lækniseftirliti

„Við tökum ekki einstaklingsmál til umfjöllunar. Það er hins vegar þannig að öllum stjórnvöldum ber að fara að þeim réttindum og skyldum sem eru í samfélaginu gagnvart málefnum barna og það á við í þessu máli eins og öðru. Við höfum undirgengið skuldbindingar Sameinuðu þjóðanna,“ bætir Ásmundur við.

Til stend­ur að senda fjöl­skyld­una til Spán­ar, en þar hef­ur hún held­ur ekki fengið vernd að sögn aðstand­enda.

Yazan var um helgina und­ir eft­ir­liti lækna á Barna­spítala Hrings­ins, þar sem hann neitaði að taka lyf sín í eftir að honum var tilkynnt um að hann þyrfti að yfirgefa landið.

Aðstandendur Yazans hafa sagt við mbl.is að drengurinn glími við mikið þunglyndi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert