Loftgæði í lagi og gestafjöldi fram úr væntingum

Kringlan opnaði aftur á fimmtudag en þá mátti enn sjá …
Kringlan opnaði aftur á fimmtudag en þá mátti enn sjá iðnaðarmenn að störfum. mbl.is/Eyþór

Gesta­fjöldi í Kringl­unni hef­ur verið fram­ar von­um frá því versl­un­ar­miðstöðin opnaði að nýju eft­ir elds­voða. Allt að 90% versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar er opin og loft­gæði hafa verið met­in viðun­andi.

Kringl­an opnaði aft­ur á fimmtu­dag­inn eft­ir að hafa verið lokað tíma­bundið vegna elds­voða.

Í til­kynn­ingu frá Kringl­unni seg­ir að gesta­fjöldi síðustu daga hafi verið fram­ar von­um og er hann er sam­bæri­leg­ur og hann var á sama tíma í fyrra.

Loft­gæði vottuð af Eflu 

Þegar er búið að opna um 90% versl­ana og annarra staða í Kringl­unni en gert er ráð fyr­ir að fleiri versl­an­ir bæt­ist í hóp­inn á næstu dög­um eft­ir að nýj­ar send­ing­ar ber­ast. 

Hús­næði um tíu versl­ana varð fyr­ir skaða sem krefst meiri fram­kvæmda en í til­kynn­ingu seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að þær opni að nýju í lok sum­ars. 

Þá kem­ur fram að verk­fræðistof­an Efla meti loft­gæðin góð en í vik­unni fjallaði mbl.is um að Kringl­an hafi varað gesti sem veik­ir voru fyr­ir við loft­gæðum í bygg­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert