Sjúkraflutningaskólinn útskrifar 229 nemendur

Hluti útskriftarnemenda sem útskrifuðust frá Sjúkraflutningaskólanum 31. maí 2024.
Hluti útskriftarnemenda sem útskrifuðust frá Sjúkraflutningaskólanum 31. maí 2024. Ljósmynd/Sjúkraflutningaskólinn

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 31. maí.

Að þessu sinni voru útskrifaðir 229 nemendur eftir skólaárið 2023-2024, þar af 97 með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, 12 útskrifast með framhaldsmenntun í sjúkraflutningum, og 120 útskrifast sem vettvangsliðar EMR.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. 

Auk þeirra námskeiða sem að ofan greinir sinnir skólinn endurmenntunarnámskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk auk þess sem boðið er upp á endurlífgunarnámskeið frá Evrópska Endurlífgunarráðinu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þá sinnir skólinn Heilbrigðisstofnunum víða um land með ný- og símenntun sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna.

Frá síðustu útskrift hefur skólinn haldið 8 endurmenntunarnámskeið með samtals 87 nemendum, segir í tilkynningu frá Sjúkraflutningaskólanum, segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert