Skoðar hvort ríkið aðstoði fjölmiðla við netöryggi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra seg­ir mik­il­vægt að skoða hvort skil­greina þurfi fjöl­miðla sem rekst­araðila nauðsyn­legr­ar þjón­ustu í netör­ygg­is­lög­um.

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un upp­lýsti Áslaug Arna rík­is­stjórn­ina um þá al­var­legu netárás sem Árvak­ur, út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, varð fyr­ir um helg­ina sem og um stöðu netör­ygg­is­mála í land­inu. Mála­flokk­ur­inn heyr­ir und­ir ráðuneyti Áslaug­ar.

End­ur­skoða þurfi stöðu fjöl­miðla

Á fund­in­um fór hún yfir stöðu Árvak­urs inn­an lag­aramm­ans um ör­yggi net og upp­lýs­inga­kerfa mik­il­vægra innviða en þar eru fjöl­miðlafyr­ir­tækja ekki á skrá yfir rekstr­araðila nauðsyn­legr­ar þjón­ustu.

Áslaug seg­ir að það þurfi að skoða frek­ar.

„Sú skrá fer eft­ir regl­um að utan þar sem við erum með sam­bæri­leg­ar regl­ur og þar eru fjöl­miðlar ekki und­ir. Það er eitt­hvað sem ég tel mik­il­vægt að skoða, hvort fjöl­miðlar ættu að heyra und­ir slíka þjón­ustu.“

Hún seg­ir að það myndi til dæm­is fela í sér að CERT-IS, netör­ygg­is­sveit rík­is­ins, myndi hafa beina aðkomu að netör­ygg­is­mál­um fjöl­miðla.

Legg­ur til netör­ygg­is­set­ur

Í ný­út­kom­inni árs­skýrslu fjöl­miðlanefnd­ar lagði for­stjóri Fjar­skipta­stofu til að skoða þann kost að stofna svo­kallað netör­ygg­is­set­ur hér á landi.

Slíkt set­ur myndi hafa það að hlut­verki að sam­hæfa alla netör­ygg­is­tengda starf­semi í sam­fé­lag­inu en for­stjór­inn sagði í viðtali við Morg­un­blaðið að slíkt fyr­ir­komu­lag hafi reynst vel í öðrum lönd­um.

Koma af stað sam­starfs­vett­vangi

Spurð hvort ráðuneytið hafi til skoðunar að koma ein­hverri slíkri starf­semi á lagg­irn­ar seg­ir Áslaug:

„Við erum að vinna að því að koma af stað sam­starfs­vett­vangi op­in­bera aðila og at­vinnu­lífs­ins um netör­yggi nú í haust. Þetta er liður af þeim aðgerðum sem við höf­um boðað til að stór­efla netör­yggi á Íslandi. Part­ur af því er að bera sam­an stjórn­skip­an netör­ygg­is­mála á Íslandi við Norður­lönd­in.“

Hún seg­ir gríðarlega mik­il­vægt að efla sam­starf og sam­hæf­ingu stofn­anna og at­vinnu­lífs í mála­flokkn­um „til þess að fólk geti aflað sér þekk­ingu, miðlað reynslu og komið á fram­færi þeim stuðningi sem býðst.“ 

„Ég held að þessi sam­starfs­vett­vang­ur muni ná ut­an­um marg­ar af þeim áskor­un­um sem verið er að lýsa gagn­vart upp­lýs­inga­skipt­um, vit­und­ar­vakn­ingu og áhættumati,“ seg­ir Áslaug

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert