Áfram í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir frávísun

Gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli framlengt til 15. júlí.
Gæsluvarðhald yfir Pétri Jökli framlengt til 15. júlí.

Pét­ur Jök­ull Jóns­son mun sæta gæslu­v­arðhaldi til 15. júlí vegna stóra-kókaíns­máls­ins svo­kallaða þrátt fyr­ir að Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafi í síðustu viku vísað máli héraðssak­sókn­ara gegn Pétri Jökli frá dómi. 

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði Lands­rétt­ar, en Lands­rétt­ur úr­sk­urðaði um gæslu­v­arðhaldið degi eft­ir að héraðsdóm­ur vísaði ákæru á hend­ur hon­um frá dómi vegna óskýr­leika í ákæru. Héraðssak­sókn­ari kærði niður­stöðu héraðsdóms til Lands­rétt­ar þegar í stað. 

Málið bíður úr­lausn­ar Lands­rétt­ar

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr­sk­urðaði Pét­ur Jök­ull í gæslu­v­arðhald til 15. júlí þann 18. júní síðastliðin, eða tveim­ur dög­um áður en dóm­ur­inn vísaði mál­inu frá dómi. Pét­ur Jök­ull skaut gæslu­v­arðhalds úr­sk­urðinum til Lands­rétt­ar sem staðfesti úr­sk­urðinn á föstu­dag­inn í síðustu viku, eða degi eft­ir að héraðsdóm­ur hafði vísað mál­inu frá dómi. 

Úrsk­urður­inn var birt­ur í gær og bygg­ir niðurstaða hans á því að héraðssak­sókn­ari hafi skotið ákvörðun héraðsdóms, um að vísa mál­inu frá dómi, til Lands­rétt­ar þar sem málið bíður úr­lausn­ar. 

Pét­ur Jök­ull sit­ur í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við stóra kókaín­málið svo­kallaða þar sem þrír aðrir hafa þegar verið dæmd­ir fyr­ir sinn þátt. Hann var eft­ir­lýst­ur hjá In­terpol í tengsl­um við málið en var í fe­brú­ar hand­tek­inn við komu til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert