Besta veðrið sunnan heiða

Hitaspá klukkan 12 í dag.
Hitaspá klukkan 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag verður norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast austan til. Það verður yfirleitt bjart en sums staðar skúrir. Í kvöld fer að rigna norðan- og austanlands. Hitinn verður á bilinu 5-16 stig og verður hlýjast á Suðurlandi.

Á morgun er spáð norðvestan 8-15 m/s, hvassast með austursröndinni. Það verður rigning á Norður- og Austurlandi en bjart með köflum sunnan og vestan til. Hitinn verður frá 4 stigum fyrir norðan upp í 15 stig syðst.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að áttin verði norðlægari í dag, víða kaldi eða stinningskaldi og það kólnar norðan og austan til. Það þykknar upp fyrir norðan og fer að rigna á Norður- og Austurlandi. Það verður bjart með köflum sunnanlands, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti verður frá 5 stigum við norðausturströndina að 16 stigum syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert