Gul viðvörun ekki það sama og gul viðvörun

Spáð er hvössum vindi á Suðaustur- og Austurlandi á morgun.
Spáð er hvössum vindi á Suðaustur- og Austurlandi á morgun.

„Það er ekkert óvenjulegt að gul viðvörun sé núna í kortunum. Viðmiðin lækka á sumrin og þetta væri sjálfsagt ekki veðurviðvörun í febrúar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Ástæðan orða Eiríks er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út vegna hvassviðris framundan á Suðausturlandi og Austurlandi á morgun. 

Samfélagið veðurháðara 

Hann segir breytt viðmið um viðvarandir vera vegna þess að veðurþol samfélagsins sé minna á sumrin. Fólk sé þá í tjöldum, með tengivagna og garðhúsgögn á veröndinni svo dæmi séu tekin.

Hann segir því viðvaranir ekki ólíklegri á sumrin. „Samfélagið er í raun orðið veðurháðara en það er veturna,“ segir Eiríkur. 

Gula viðvörunin á að ganga yfir á sólarhring og verður mestur vindhraði á morgun. Búist er við vindhraða upp á 20 metra á sekúndu og allt að 35 metra á sekúndu í hviðum. Spár gera ráð fyrir því að veðrið gangi niður á laugardag um hádegisbil.

Humarhátíð verður á Höfn í Hornafirði um helgina.
Humarhátíð verður á Höfn í Hornafirði um helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Humarhátíð á höfn um helgina 

Humarhátíð er á Hornafirði um helgina og telur Eiríkur rétt að beina orðum sínum til þeirra sem þangað sækja. „Það er mikilvægt að fólk skoði veðurspá áður en það leggur af stað með tengivagna sína og setur upp tjöldin. Eins að heimamenn tryggi lausamuni,“ segir Eiríkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert