Styrkja neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri …
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár, ræddu mikilvægi framlags fyrirtækisins til neyðarsöfnunar fyrir börn á Gaza. Ljósmynd/Aðsend

BM Vallá mun styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn á Gaza. Í tilkynningu segir að stuðningur fyrirtækisins sé mögulegur vegna samfélagssjóðsins Hjálparhellunnar. Viðskiptavinir BM Vallá spila veigamikið hlutverk við framlag til sjóðsins þar sem ákveðið hlutfall af ársveltu fyrirtækisins rennur í hann.

Undanfarin ár hefur BM Vallá verið í samstarfi við UNICEF á Íslandi og styrkt ýmis verkefni samtakanna um allan heim.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að allur stuðningur við mannúðaraðstoð til barna á Gaza sé afar mikilvægur.

Ekki þarf að tíunda hörmungarnar sem börn á svæðinu hafa mátt þola undanfarna mánuði en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið á vettvangi við afar erfiðar aðstæður við að koma neyðargögnum til barna og veita nauðsynlega mannúðaraðstoð.

Þriggja ára styrktarsamningur BM Vallár og UNICEF er hluti af langtímaverkefnum sjóðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert