Telur ný gögn sanna enn frekar vanhæfi

Sigurður Gísli Björnsson og tveir aðrir karlmenn eru ákærðir fyrir …
Sigurður Gísli Björnsson og tveir aðrir karlmenn eru ákærðir fyrir stórfellt skattalagabrot sem tengist rekstri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurða ehf. á árunum 2010 til 2017. mbl.is/Hákon

Aðalmeðferð í hinu svo­kallaða Sæ­mark­s­máli hefst 28. nóv­em­ber og er áætluð í tvo daga. Verj­andi Sig­urðar Gísla Björns­son­ar sagði ný gögn renna stoðum und­ir frá­vís­un­ar­kröfu vegna meints van­hæf­is rann­sókn­ar­manns. 

Þetta kom fram í fyr­ir­töku máls­ins í Héraðsdómi Reykja­ness fyrr í morg­un.

Í mál­inu eru Sig­urður Gísli og tveir aðrir karl­menn ákærðir fyr­ir stór­fellt skatta­laga­brot sem teng­ist rekstri fiskút­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða ehf. á ár­un­um 2010 til 2017.

Áætlað er að aðalmeðferð standi yfir dag­ana 28.-29. nóv­em­ber.

Lagði fram ný gögn um meint van­hæfi

Frá­vís­un­ar­krafa, sem lögmaður Sig­urðar Gísla hafði lagt fram á fyrri stig­um máls­ins, var hafnað af héraðsdóm­ara þann 26. mars.

Byggðist sú krafa á því að Páll Jóns­son rann­sókn­ar­maður hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins hafi verið van­hæf­ur að lög­um til að rann­saka málið.

Verj­andi Sig­urðar lagði fram grein­ar­gerð í morg­un og vakti at­hygli á því að hann telji ný gögn sanna enn frek­ar að rann­sókn­ar­maður­inn hafi verið van­hæf­ur til rann­sókn­ar máls­ins. 

Dóm­ari hef­ur heim­ild til að end­ur­skoða fyrri úr­sk­urð ef hann tel­ur að ný gögn rétt­læti slíkt. 

Vörn­in hef­ur sagt að Páll Jóns­son hafi starfað sem lög­lærður full­trúi eig­anda lög­fræðistof­unn­ar Nordik Legal á ár­inu 2011 til 2013. Einn eig­enda lög­manns­stof­unn­ar sé Andri Gunn­ars­son lögmaður, en Andri hafði stöðu grunaðs manns við rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á mál­efn­um Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða og Sig­urðar Gísla. Hann var ekki ákærður.

Seg­ir vörn­in enn frem­ur að í störf­um sín­um sem full­trúi Andra hafi Páll sinnt ýms­um lög­fræðileg­um verk­efn­um fyr­ir Sig­urð Gísla og Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir og m.a. séð um alla skjala­gerð vegna stofn­un­ar sam­lags­fé­lags­ins Flutn­ings og Miðlun­ar, sem stofnað var 2011.

Ákærðir fyr­ir stór­fellt skatta­laga­brot

Er Sig­urður sakaður um að hafa kom­ist hjá því að greiða tæp­lega hálf­an millj­arð í skatta eft­ir að hafa tekið tæp­lega 1,1 millj­arð út úr rekstri fé­lags­ins og komið fyr­ir í af­l­ands­fé­lög­um sem hann átti.

Einnig er hann sakaður um að hafa kom­ist hjá því að greiða yfir 100 millj­ón­ir í skatta í tengsl­um við rekst­ur Sæ­marks með því að hafa van­fram­talið tekj­ur fé­lags­ins og launa­greiðslur starfs­manna upp á sam­tals 1,1 millj­arð og þar með kom­ist hjá því að greiða 81,8 millj­ón­ir í trygg­inga­gjald.

Sig­urður neit­ar sök í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert