Covid-19 aftur á skrið

Guðrún Aspelund segir þurfa meiri reynslu til að greina hvort …
Guðrún Aspelund segir þurfa meiri reynslu til að greina hvort aukin smit muni koma í bylgjum á næstu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum séð aðeins fleiri covid-greiningar koma til okkar síðustu vikur. Þá kannski sérstaklega síðustu þrjár vikur eða svo,“ segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir við embætti landlæknis, um fjölgun tilfella covid-19-veirunnar í samfélaginu.

„Síðustu tvær vikur fór þetta upp í um 30 tilfelli á viku og þar á undan svona 20 tilfelli. Þar á undan var þetta komið alveg niður í stakar tölur þannig að þetta er alveg klárlega aukning. Þó ekki mjög háar tölur miðað við það sem við höfum auðvitað séð áður,“ segir Guðrún enn fremur.

Aðspurð segir hún að enn sé ekki hægt að reyna að greina mynstur er varðar covid-smitin. Of stutt sé síðan mikill faraldur var í samfélaginu og því þurfi meiri reynslu til að greina hvort aukin smit muni koma í bylgjum á næstu árum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert