„Eins og staðan er núna þá er þetta ekki að hætta“

Skjálftavirkni á svæðinu er enn lítil.
Skjálftavirkni á svæðinu er enn lítil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta getur náttúrulega alltaf hætt, þess vegna fylgjumst við með því. Það verður bara að koma í ljós. En eins og staðan er núna þá er þetta ekki að hætta.“

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hún segir skjálftavirkni enn litla og landris halda áfram við Svarstengi en engar markverðar breytingar hafi orðið síðan að breytinga í landrisi varð vart í byrjun vikunar.

„Verður bara að koma í ljós“

Spurð um efasemdir Þorvalds Þórðarsonar, sem kvaðst ekki telja miklar líkur á eldgosi í bráð í samtali við mbl.is í gær segir Sigríður engan geta vitað það með vissu.

„Það verður bara að koma í ljós. En miðað við hvernig þetta hefur verið hingað til þá er betra að gera ráð fyrir því að eitthvað verði heldur en ekki,“ segir Sigríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert