Fresta lokun endurvinnslustöðvar um ár

Ákveðið hefur verið að fresta lokun endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg …
Ákveðið hefur verið að fresta lokun endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg um eitt ár. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi þjón­usta er gríðarlega mikið nýtt af íbú­um og mik­il­vægt að hún sé fyr­ir hendi. Það er það sem við vilj­um tryggja og ég tel að þetta sé skyn­sam­leg leið,“ seg­ir Orri Hlöðvers­son, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og stjórn­ar­maður í Sorpu.

Ákveðið hef­ur verið að fresta lok­un end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu við Dal­veg um eitt ár. Stjórn Sorpu hef­ur samþykkt drög að sam­komu­lagi þessa efn­is og er nú stefnt að því að stöðin verði opin fram til 1. sept­em­ber 2025. Enn á þó eft­ir að leggja sam­komu­lagið fyr­ir fund bæj­ar­ráðs Kópa­vogs og verður það gert á fimmtu­dag.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert