Hiti gæti náð 19 stigum í dag

Það á að vera heitt á Norðausturlandi í dag.
Það á að vera heitt á Norðausturlandi í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hiti gæti náð 19 stigum á Norðausturlandi í dag. Í öðrum landshlutum verður hiti á bilinu 9 til 13 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Hægur vindur og fremur blautur dagur í dag, síst þó norðaustan til. Hiti gæti náð 19 stigum þar en 9 til 13 stig í öðrum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Ekki jafn heitt á morgun

Þá kemur fram að á morgun halli vindurinn sér í norðaustanátt og verði úrkoma í flestum landshlutum. Ekki verði eins heitt á Norðaustur- og Austurlandi, en áþekkt hitastig verði annars staðar.

„Síðar er að sjá það verði fremur hæg norðlæg eða breytileg átt út vikuna. Skýjað og fremur svalt og sums staðar dálítil væta fyrir norðan og austan, en líkur á síðdegisskúrum um landið sunnanvert og dálítið mildara þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert