Umdeilt auglýsingaskilti fer fyrir dóm

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. mbl.is/Þór

„Ormsson getur ekki tekið áhættuna á því að vera með kveikt á skiltinu, því ef svo ólíklega færi að ekki yrði fallist á kröfur Ormsson þá yrði tjónið of mikið, enda 150.000 króna dagsektir á hvern dag sem kveikt er á skiltinu,“ segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.

Forsvarsmenn verslunarinnar Ormsson hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna vinnubragða byggingarfulltrúans í Reykjavík í tengslum við umdeilt auglýsingaskilti á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.

Deilt hefur verið um kröfu borgarinnar um byggingarleyfi fyrir umrætt skilti og hvort leyfið hafi verið veitt.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert