Átján verslanir Kringlunnar enn lokaðar

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Starf­sem­in í Kringl­unni er hægt og bít­andi að fær­ast í betra horf eft­ir brun­ann sem varð í þaki versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar 15. júní. 

Gríðarlegt tjón varð af völd­um vatns og reyks í kjöl­far elds­voðans og hleyp­ur tjónið á hundruðum millj­óna króna, að sögn Bald­vinu Snælaugs­dótt­ur, markaðsstjóra Kringl­unn­ar.

„Staðan er merki­lega góð miðað við hvernig ástandið var fyrst eft­ir brun­ann. Við erum að glíma við af­leiðing­arn­ar enda varð mikið vatns­tjón á báðum hæðum fyr­ir neðan þetta svæði sem brann,“ seg­ir Bald­vina í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir að búið sé að opna níu versl­an­ir á ný þar sem búið er að end­ur­nýja vör­ur en þar hafi orðið skemmd­ir tengd­ar vör­um en ekki hús­næði.

Já­kvæðir punkt­ar á hverj­um degi 

„Það eru já­kvæðir punkt­ar á hverj­um ein­asta degi og til að mynda í dag opnaði Nespresso „Pop-up versl­un“ í göngu­göt­unni,“ seg­ir Bald­vina.

Iðnaðarmenn að störfum í Kringlunni í síðasta mánuði.
Iðnaðar­menn að störf­um í Kringl­unni í síðasta mánuði. mbl.is/​Eyþór

Bald­vina bæt­ir við að ennþá séu 18 versl­an­ir sem verða lokaðar eitt­hvað áfram og af þeim sé um tíu versl­an­ir sem eru það mikið skemmd­ar að þær opni ekki fyrr en í haust. Í þeim versl­un­um eyðilögðust gólf, vegg­ir og loft en hinar versl­an­irn­ar eru í vöru­vand­ræðum.

„Það voru all­ir bún­ir að taka inn sum­ar­vör­urn­ar og það er ekk­ert hægt að smella fingr­um og fá þær aft­ur.

Ánægð með aðsókn­ina

Kringl­an var lokuð í fimm daga eft­ir brun­ann og opnaði aft­ur 20. júní. Spurð hvernig aðsókn­in hafi verið eft­ir opn­un­ina seg­ir hún:

„Við erum mjög sátt við aðsókn­ina þrátt fyr­ir þetta högg. Hún hef­ur verið um 90 pró­sent ef við ber­um sam­an töl­ur miðað við sama tíma og í fyrra, sem er mjög já­kvætt. Fasta­gest­irn­ir voru strax mætt­ir á kaffi­hús­in og á veit­ingastaðina og nýi afþrey­ing­arstaður­inn Oche er að draga marga mjög marga að og er vin­sæll,“ seg­ir Bald­vina.

Hún nefn­ir að trygg­ing­ar­fé­lög­in séu enn að meta tjónið sem versl­an­irn­ar í Kringl­unni urðu fyr­ir.

„Þetta er flókið ferli. Reit­ir eiga stór­an hluta bygg­ing­ar­inn­ar og svo eru aðrir eig­end­ur. Rekst­araðilarn­ir eru með sín eig­in trygg­ing­ar­fé­lög og það tek­ur lang­an tíma að vinna úr þessu. Við vit­um að þetta tjón er talið í hundruðum millj­óna króna en ekki tug­um.“

Eins og í bæj­ar­stjórn í þorpi 

Bald­vina seg­ir að starfs­fólk Kringl­unn­ar sé farið að brosa aðeins meira en út í annað og að samstaðan hafi verið ótrú­lega góð á þess­um erfiða tíma.

„Samstaðan hef­ur verið ein­stök og mér líður alltaf eins og að ég vinni í bæj­ar­stjórn í þorpi. Kringlu­sam­fé­lagið er ótrú­lega sterkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert