Ekkert átak en lögreglan mjög meðvituð

Árni Friðleifsson.
Árni Friðleifsson. mbl.is/Ásdís

Lögreglan er alltaf á varðbergi gagnvart ölvuðum ökumönnum, hvort sem þeir eru nýbúnir að stunda golf eða ekki.

Þetta segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan hafi undanfarið verið í sérstöku átak við að stöðva ökumenn í nágrenni við golfvelli á höfuðborgarsvæðinu.

Kylfingar á ferð.
Kylfingar á ferð. mbl.is/Árni Sæberg

„Lögreglumenn eru mjög meðvitaðir um að á kappleikjum og íþróttavöllum er oft á tíðum afgreitt áfengi. Það er líka á golfvöllum og í kringum veiðiár úti á landi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið," segir hann en bætir við að ekkert sérstakt átak sé þó í gangi í þessum efnum.

Árni bendir í framhaldinu á umferðarlögin þar sem kveður á um að áfengisneysla og akstur fari ekki saman og ítrekar að slíkt eigi aldrei samleið.

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Hari

Stöðvaðir að loknum kappleikjum 

Hann nefnir að í vetur hafi ökumenn oft á tíðum verið stöðvaðir að loknum körfubolta- og handboltaleikjum en slíkt geri lögreglan einnig eftir að fólk hefur verið á skemmtistöðum.

„Aðgengi að áfengi, oftast bjór, er orðið miklu meira heldur en var fyrir 20 til 30 árum í kringum þessa kappleiki," bendir hann á og tekur fram að eftirlit lögreglu með áfengis- og vímuefnaakstri sé ávallt öflugt á sumrin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert