Geta bætt tjónið umfram tryggingar

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, seg­ir sveit­ar­fé­lagið ekki eiga ann­an kost í stöðunni en að höfða mál gegn Vinnslu­stöðinni hf., Hug­in ehf. og VÍS hf. til greiðslu skaðabóta. Það sé ósann­gjarnt að fyr­ir­tækið velti kostnaðinum á íbúa Vest­manna­eyja­bæj­ar.

„Við telj­um að fyr­ir­tæk­in geti að sjálf­sögðu bætt tjónið þó að trygg­ing­arn­ar geri það ekki. Við telj­um það ekki sann­gjarnt að fyr­ir­tækið velti að minnsta kosti rúm­lega þúsund millj­ón­um á íbúa í Vest­manna­eyj­um. Okk­ur finnst þetta ekki ganga upp,“ seg­ir Íris í sam­tali við mbl.is.

Meta gá­leysið sem stór­fellt

Vinnslu­stöðin hafði hafnað því að viður­kenna bóta­skyldu um­fram 360 millj­ón­ir króna sem er há­mark vá­trygg­inga­bóta þeirra hjá VÍS. Fyr­ir­tækið hef­ur sagt að ef eig­end­ur vatns­leiðslunn­ar hefðu vá­tryggt vatns­leiðsluna myndi sú vá­trygg­ing bæta það tjón um­fram hið lög­bundna há­mark ef tjónið væri hærra.

Íris seg­ir sveit­ar­fé­lagið ekki eiga ann­an kost í stöðunni. Aðspurð seg­ir hún bæ­inn telja að há­markið sem fyr­ir­tækið ber fyr­ir sig gildi ekki þegar stór­fellt gá­leysi er til staðar. Þau byggi á því og af þeim sök­um sé krafa sveit­ar­fé­lags­ins að minnsta kosti millj­arður króna.

Spurð hvenær megi bú­ast við að málið verði þing­fest, fari það fyr­ir dóm­stóla, seg­ist hún vænta þess hugs­an­lega í haust.

Upp­haf máls­ins má rekja allt til nóv­em­ber á síðasta ári þegar akk­eri Hug­ins VE fest­ist í vatns­lögn­inni til Vest­manna­eyja sem stór­skemmdi hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert