Hrun í sölu rafbíla

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir óhætt að ræða um hrun …
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir óhætt að ræða um hrun í sölu rafbíla. mbl.is/Eyþór

Nýskráningar rafknúinna fólksbíla á Íslandi voru um 76% færri á fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Samgöngustofu en miðað er við hreina rafbíla.

Þetta eru mikil umskipti milli ára. Árið í fyrra var þannig sögulegt í sölu rafbíla á Íslandi en þá seldust meðal annars um 3.100 eintök af Tesla Model Y. Það var metsala en fyrra metið var sett árið 1988 þegar rúmlega 1.200 Toyota Corolla-bifreiðar voru skráðar. 

Sala bensín- og dísilbíla er nú hins vegar að aukast á ný. Þannig seldust á fyrri hluta ársins 43% fleiri bensínbílar en rafbílar og 53% fleiri dísilbílar en rafbílar. Miðað er við fólksbíla.

Rafbílum í óhag

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir óhætt að ræða um hrun í sölu rafbíla.

Egill segir sértækar aðgerðir stjórnvalda sem sneru að rafbílum hafa dregið úr sölu þeirra og tiltekur átta aðgerðir stjórnvalda á síðustu tveimur árum sem hafi verið sölu rafbíla í óhag en sölu bensín- og dísilbíla í hag.

Ýtir undir hækkanir

Þá færir hann rök fyrir því að minni sala rafbíla geti óbeint ýtt undir notkun íblöndunarefna í bensín og dísil á næstu árum. Það kunni aftur að leiða til hærra eldsneytisverðs.

„Af því að við erum búin að klúðra orkuskiptum í vegasamgöngum verður að fara íblöndunarleiðina miklu meira en ella hefði þurft til þess að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Þannig þarf að blanda bensín og dísil alveg gríðarlega mikið á næstu árum, sem þýðir verulega hækkun á eldsneytisverði, því þetta eru dýr íblöndunarefni. Þetta er nokkuð sem stjórnendur fyrirtækja með stóra bílaflota ættu að huga að,“ segir Egill.

Hægt er að nálgast nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert