Ísland í fyrsta sinn með formennsku

Birgir Þórarinsson.
Birgir Þórarinsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Í fyrsta sinn í rúmlega 30 ára sögu þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu [ÖSE] hefur Ísland fengið formennsku í nefnd á vegum þingsins.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar ÖSE, var á dögunum kosinn formaður öryggis- og stjórnmálanefndar ÖSE-þingsins á ársfundi í Búkarest í Rúmeníu.

Ríkin sem eiga aðild að ÖSE eru 57 talsins og er þingið skipað 320 þingmönnum.

„Það er ánægjulegt að Ísland skuli fá þetta tækifæri og tímabært,“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið.

Bandaríkin hafa gegnt formennskunni síðustu fjögur ár og tekur Birgir við af Richard Hudson, fulltrúadeildarþingmanni á Bandaríkjaþingi.

„Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að formennskan verður krefjandi. Það eru viðsjárverðir tímar í Evrópu eins og við vitum. Sú spenna sem ríkir núna í álfunni hefur ekki sést síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert