Sorgardagur en tækifæri fyrir hendi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og þingmaður Norðvest­ur­kjör­dæm­is, seg­ir dag­inn í dag vera sorg­ar­dag fyr­ir Akra­nes vegna gjaldþrots Skag­ans 3X. Einnig sé hann sorg­ar­dag­ur fyr­ir þann stóra hóp sem missti vinn­una og fjöl­skyld­ur þeirra.

Tæp­lega 130 manns missa vinn­una hjá fyr­ir­tæk­inu og þar af eru um 100 manns bú­sett á Akra­nesi. 

„Hafði von­ir og vænt­ing­ar“

Þór­dís Kol­brún nefn­ir að hjá Skag­an­um 3X hafi verið fjöl­breytt sér­fræðistörf sem al­mennt sé eft­ir­sókn­ar­vert að hafa í bæn­um í bland við annað at­vinnu­líf.

„Auðvitað var ég að vona að framtíð þessa fyr­ir­tæk­is yrði áfram á Akra­nesi," seg­ir hún og bæt­ir við: „Ég hafði von­ir og vænt­ing­ar um að þetta öfl­uga fyr­ir­tæki sem keypti [Baader] gæti stuðlað að því og tryggt að þarna yrði áfram­hald­andi starf­semi og jafn­vel upp­bygg­ing en ekki þessi niðurstaða," seg­ir hún, innt eft­ir viðbrögðum við gjaldþrot­inu.

Þór­dís Kol­brún seg­ir Akra­nes vera orðið nokkuð stórt bæj­ar­fé­lag, sem telji rúm­lega átta þúsund manns, en fjöl­breyti­leiki at­vinnu­lífs­ins end­ur­spegli þenn­an fjölda því miður ekki. „Þetta er mikið áfall fyr­ir bæj­ar­fé­lagið og bæt­ist ofan á aðra þætti. Um þriðjung­ur Skaga­manna sæk­ir vinnu á höfuðborg­ar­svæðinu og þetta hegg­ur mjög í at­vinnu­mál­in á Akra­nesi."

Get­um gert bet­ur 

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un ástandið í at­vinnu­mál­um á Akra­nesi vera grafal­var­legt, bæj­ar­fé­lagið hefði gengið í gegn­um mikl­ar hremm­ing­ar í þeim efn­um og að stjórn­völd bæru að hluta til ábyrgð. Þrátt fyr­ir góða innviði hefði ekki tek­ist að efla at­vinnu­lífið og ef ekk­ert yrði að gert myndi því blæða end­an­lega út.

Akranes.
Akra­nes. mbl.is

Spurð út í at­vinnu­mál­in í bæn­um seg­ir Þór­dís Kol­brún það rétt að innviðir fyr­ir alls kyns fyr­ir­tækja­rekst­ur séu fyr­ir hendi. Mik­il gæði séu til staðar fyr­ir fjöl­skyldu­fólk, eins og skóla- og íþrótt­astarf, ásamt ná­lægt við höfuðborg­ar­svæðið. Í því sam­hengi nefn­ir hún að von­andi stytt­ist í að Sunda­braut verði raun­veru­lega sett á dag­skrá.

„Hlut­verk stjórn­mál­anna er fyrst og fremst að vera með fyr­ir­sjá­an­leg­ar leik­regl­ur og fylgja þeim, vera með um­hverfi fyr­ir fyr­ir­tæki þannig að það sé framúrsk­ar­andi og við get­um svo sann­ar­lega gert bet­ur í því," grein­ir hún frá en bend­ir á að bæj­ar­fé­lagið þurfi líka að vera með skýra sýn þannig að fram­taks­semi og kraft­ur bæj­ar­búa og fólks „sem horf­ir á Akra­nes með tæki­færis­gler­aug­um" nýt­ist til að efla at­vinnu­lífið.

Sterk­ir á Grund­ar­tanga­svæðinu

Ráðherr­ann seg­ir ýmis tæki­færi vera fyr­ir hendi fyr­ir ný­sköp­un og af­leidd­ar grein­ar þar sem Skaga­menn eru sterk­ir eins á Grund­ar­tanga­svæðinu. Einnig seg­ir hún Akra­nes eiga mikið inni í ferðaþjón­ustu en Vil­hjálm­ur benti ein­mitt á það í face­book­færslu sinni að ekk­ert hót­el væri á Akra­nesi og fyr­ir vikið væri bæj­ar­fé­lagið ekki með þegar kæmi að ferðaþjón­ustu. 

Grundartangi.
Grund­ar­tangi. Ljós­mynd/​Faxa­flóa­hafn­ir

„Tæki­fær­in eru þarna en það breyt­ir því ekki að þetta er mikið áfall fyr­ir Akra­nes og sér­stak­lega það fólk sem hef­ur starfað þarna og fjöl­skyld­ur þeirra. Þetta kall­ar á að við öll sem höf­um hag Skaga­manna fyr­ir brjósti og sömu­leiðis svæðis­ins og verðmæta­sköp­un­ar í land­inu finn­um tæki­fær­in til að byggja upp."

Jafn­framt kveðst Þór­dís Kol­brún vona að hægt verði að byggja ofan á þá þekk­ingu sem fólkið sem starfaði hjá Skag­an­um 3X býr yfir. „Fyr­ir­tæki koma og fara en þessi mannauður, sér­fræðiþekk­ing og reynsla er þarna. Von­andi verður ein­hvern veg­inn hægt að sá öðrum fræj­um, að minnsta kosti að hluta til."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert