„Kringlan er smá eins og draugabær á vissum parti“

Hermann Hauksson verslunarstjóri Herragarðsins segir verslunina vera í góðu lagi.
Hermann Hauksson verslunarstjóri Herragarðsins segir verslunina vera í góðu lagi. mbl.is/Eyþór

Her­mann Hauks­son versl­un­ar­stjóri Herrag­arðsins seg­ir í sam­tali við mbl.is að Herrag­arður­inn sé í mjög góðu standi eft­ir elds­voðann sem kom upp í Kringl­unni í síðasta mánuði. Minni um­ferð viðskipta­vina sé þó eft­ir brun­ann.

„Maður finn­ur fyr­ir minni traffík, eðli­lega, það eru marg­ar búðir hérna lokaðar og Kringl­an er smá eins og drauga­bær á viss­um parti,“ seg­ir Her­mann spurður hvernig aðsókn viðskipta­vina sé. Hann bæt­ir við að þrátt fyr­ir færri viðskipta­vini séu sölu­töl­ur góðar og viðskipta­vin­ir ánægðir. 

Trú­ir að Kringl­an komi sterk­ari til baka

Her­mann lýs­ir góðu viðhorfi meðal viðskipta­vina og versl­un­ar­eig­enda. „Það finna all­ir til með Kringl­unni og þeim versl­un­ar­eig­end­um sem lentu í þessu, það er góð menn­ing hérna,“ seg­ir hann. 

„Kringl­an kem­ur bara sterk­ari til baka,“ seg­ir Her­mann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert