Nýtt met á stígum höfuðborgarsvæðisins

Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda og í gær var slegið …
Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda og í gær var slegið nýtt met í fjölda hjólandi um stíga höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt met var slegið í blíðskap­ar­veðri á höfuðborg­ar­svæðinu í gær, en þá sýndu mæl­ar á hjóla­stíg­um að yfir 17.000 reiðhjól höfðu farið þar um. Með þessu er fyrra met frá því í fyrra slegið um tæp­lega 1.300 mæld reiðhjól yfir sól­ar­hring.

Reykja­vík­ur­borg vek­ur at­hygli á met­inu á Face­book, en þar kem­ur fram að á mæl­um á höfuðborg­ar­svæðinu hafi sam­tals mælst 17.277. Fyrra metið er frá 24. ág­úst í fyrra, en þann sól­ar­hring mæld­ust 16.006 hjól á stíg­um höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Þeir mæl­ar sem eru á stíg­um borg­ar­inn­ar gera grein­ar­mun á reiðhjól­um, gang­andi og hlaupa­hjól­um.

Líkt og mbl.is hef­ur áður fjallað um hef­ur hjólandi fjölgað hægt og ör­ugg­lega á und­an­förn­um árum, bæði yfir vet­ur og sum­ar. Fyr­ir nokkr­um árum fjölgaði hjólandi mest miðsvæðis í Reykja­vík en síðustu tvö ár hef­ur fjölg­un­in ekki síst verið í út­hverf­um og öðrum sveit­ar­fé­lög­um en Reykja­vík á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þegar mbl.is tók stöðuna í apríl höfðu aldrei fleiri verið á ferðinni á reiðhjól­um á höfuðborg­ar­svæðinu í upp­hafi árs.

Í fyrra var metár yfir sum­ar­tím­ann, en aldrei áður höfðu fleiri verið á ferðinni yfir júní, júlí og ág­úst, en maí var hins veg­ar nokkru minni en árin þar á und­an. Helgaðist það meðal ann­ars af veðuraðstæðum í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert