Þyngra en tárum taki

Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga.
Á annað hundrað hafa misst vinnuna á Akranesi síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Von­andi verða fundn­ir nýir eig­end­ur að þess­ari starf­semi og ef það er eitt­hvað sem Akra­nes­kaupstaður get­ur gert til að liðka fyr­ir því, þá lát­um við einskis ófreistað í þeim efn­um,“ seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son bæj­ar­stjóri Akra­nes­kaupstaðar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Á annað hundrað manns hafa misst vinn­una síðustu daga á Akra­nesi og tók stein­inn úr þegar Skag­inn 3X óskaði eft­ir gjaldþrota­skipt­um í fyrra­dag og munu því 128 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins missa vinn­una.

N1 hef­ur einnig sagt upp öllu starfs­fólki Skút­unn­ar, sem það á og rek­ur á Akra­nesi.

Vilja fund með skipta­stjór­an­um

Har­ald­ur seg­ir að bæj­ar­yf­ir­völd muni reyna að ná fundi sem fyrst við skipta­stjóra Skag­ans 3X. „Fyrst og fremst er að varðveita þenn­an mann­skap því að þekk­ing­in ligg­ur í mann­skapn­um, ekki slíp­irokk­un­um sem þarna eru,“ seg­ir hann.

„Þetta er þyngra en tár­um taki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins, um stöðuna.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert