Fattaði fljótlega að um svindl væri að ræða

Erlendir svikahrappar hafa upp á síðkastið þóst hringja úr íslenskum …
Erlendir svikahrappar hafa upp á síðkastið þóst hringja úr íslenskum símanúmerum. Ljósmynd/Colourbox

Sæv­ar Geir Sig­ur­jóns­son er einn þeirra sem hafa ný­lega fengið sím­tal frá ís­lensku síma­núm­eri þar sem svika­hrapp­ur seg­ist vera frá Microsoft og til­kynn­ir að búið sé að brjót­ast inn í tölvu viðkom­andi. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hafa fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Sím­an­um borist til­kynn­ing­ar um svika­hrappa sem þykj­ast hringja úr ís­lensk­um síma­núm­er­um, og oft láta þeir sem svo að þeir hringi frá Microsoft.

Microsoft hringi ekki í kúnna sína

Í sam­tali við mbl.is lýs­ir Sæv­ar at­b­urðarás­inni.

Hann seg­ir að einn morg­un­inn fyr­ir stuttu síðan hafi verið hringt í sig um átta­leytið og hann beðinn um að tala helst ensku. 

Næst sagðist kon­an á lín­unni vera að hringja frá ör­ygg­is­miðstöð Microsoft og að hún hefði rök­studd­an grun um að búið væri að brjót­ast inn í tölvu hans og að all­ir reikn­ing­ar hans væru í upp­námi.

Sæv­ar seg­ir það hafi tekið sig um 15 sek­únd­ur að átta sig á svindl­inu, enda hringi Microsoft aldrei í viðskipta­vini sína. Hann hafi í kjöl­farið sagt kon­unni á lín­unni frá upp­götv­un sinni og skellt á. 

Al­gengt að svika­hrapp­ar hafi sam­band

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sæv­ar lend­ir í því að reynt sé að svindla á hon­um. Hann seg­ir sig og sína nán­ustu oft hafa lent í því að fá tölvu­pósta með hlekkj­um eða sím­töl frá er­lend­um síma­núm­er­um. 

Þó er þetta í fyrsta sinn sem Sæv­ar fær svik­ula sím­hring­ingu frá ís­lensku síma­núm­eri.

Hann kveðst ekki viss um hvort kon­an sem hringdi í hann hafi þóst vera með ís­lenskt síma­núm­er eða hvort hún sé í raun­inni bú­sett á Íslandi.

„Hver seg­ir að þessi aðili sé ekki kom­inn til Íslands?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert