Opna í fyrsta lagi í ágúst

Frá Kringlunni í dag. Enn er unnið að lagfæringum þar …
Frá Kringlunni í dag. Enn er unnið að lagfæringum þar innandyra eftir brunann sem upp kom laugardaginn 15. júní. mbl.is/Árni Sæberg

Versl­an­irn­ar Und­er Armour og Dress­mann í Kringl­unni verða opnaðar á næstu dög­um, að því er seg­ir á vef Kringl­unn­ar. For­svars­menn versl­an­anna segja þó að lengra sé þar til hægt verði að opna þær fyr­ir gest­um versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar.

„Ef allt geng­ur mjög vel og fram­kvæmd­irn­ar ganga hratt fyr­ir sig, þá von­andi náum við að opna í byrj­un ág­úst,“ seg­ir Jón Torfi Jóns­son, svæðis­stjóri hjá Dress­mann, í sam­tali við mbl.is.

Tjón varð í þrjá­tíu versl­un­um Kringl­unn­ar vegna elds­voða á þaki húss­ins 15. júní og á enn eft­ir að opna 18 versl­an­ir vegna viðgerða.

Tjón vegna vatns og reyks

Að sögn Jóns ollu vatn og reyk­ur mestu tjóni í versl­un Dress­mann. Seg­ir hann vatn hafa valdið skemmd­um á inn­rétt­ing­um og par­keti en reyk­ur lagst í fatnað sem ætlaður var til sölu.

„Við erum mjög hepp­in að við fáum alltaf vör­ur viku­lega þannig að við erum enn þá að fá þær vör­ur,“ seg­ir Jón og nefn­ir að fyr­ir­tækið sem send­ir Dress­mann vör­urn­ar geymi þær um þess­ar mund­ir.

„Það geym­ir þær fyr­ir okk­ur þangað til við erum klár til að opna,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Þannig að við ætt­um að geta opnað með ágæt­is magni af vör­um.“

Und­er Armour opn­ar ekki í vik­unni

Sara Úlfars­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri Und­er Armour, seg­ir að enn sé ekki vitað hvenær ná­kvæm­lega versl­un­in verði opnuð á ný.

„Við ger­um það nú ekki í þess­ari viku og ör­ugg­lega ekki í næstu,“ seg­ir hún en bæt­ir við: „En við mun­um al­veg opna aft­ur.“

„Lykt sett­ist í allt“

Lýs­ir hún svipuðu tjóni í Und­er Armour og í Dress­mann.

„Þetta voru mest­megn­is vatns­skemmd­ir og lykt sett­ist í allt,“ seg­ir hún og nefn­ir að nú sé unnið að því að viðra inn­rétt­ingu versl­un­ar­inn­ar. Einnig sé ým­is­legt sem þurfi að laga, þrífa og mála.

„Mér skilst að það þurfi að rífa niður ein­hverja veggi og svona,“ seg­ir hún að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert