Svikahrappar nota íslensk símanúmer

Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Er­lend­ir svika­hrapp­ar geta nú þóst hringja úr ís­lensk­um síma­núm­er­um til þess að reyna að klekkja á fólki. Slík sím­töl bár­ust lands­mönn­um til dæm­is nú um helg­ina.

Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son, sviðsstjóri ör­ygg­is­sveit­ar CERT-IS, seg­ir svind­lher­ferðirn­ar koma í lot­um og nú virðist áhersla vera lögð á þessa aðferð en fjölg­un hafi orðið á til­fell­um í öll­um gerðum svindl­mála.

„Núna þykj­ast þeir vera tækni­menn frá Microsoft en það er al­veg hægt að beita sömu aðferð og þykj­ast vera í for­svari fyr­ir hvaða fé­lag sem er. Svo er rosa erfitt að verj­ast þessu því í raun kem­ur sím­talið að utan, er út­lenskt núm­er, en menn geta bara með ein­földu appi falsað núm­erið sem þetta er að koma frá og látið það líta út eins og hvaða ís­lenskt núm­er sem er.

Í raun­inni er ekk­ert sem við höf­um heyrt af enn þá sem fjar­skipta­fé­lög­in geta gert til þess að stoppa þetta en við erum svona að kanna það með þeim,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ábyrgðin sett í hend­ur fórn­ar­lamba

„Til þess að verj­ast þessu er ábyrgðin svo­lítið sett í hend­ur fórn­ar­lamba. Það þarf að beita því sem maður hef­ur alltaf kallað heil­brigða tor­tryggni. Ef ein­hver, sér­stak­lega ensku­mæl­andi aðili, er að hringja í ykk­ur, sama hvort það kem­ur frá ís­lensku núm­eri eða er­lendu og er að óska eft­ir ein­hverj­um aðgangi eða láta ykk­ur gera eitt­hvað sem veit­ir aðgeng inn í tölvu­kerfi, að sann­reyna upp­run­ann. Best væri þá bara að hringja á eig­in for­send­um í aðilann sem hann þyk­ist vera,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

„Ef þú mynd­ir skella á viðkom­andi og hringja í sama núm­er til baka þá mynd­irðu ekki ná sam­bandi við þenn­an aðila því að á bak við aðilann er í raun­inni er­lent núm­er. Þannig að þú mynd­ir kannski hringja í ein­hvern Íslend­ing af handa­hófi sem er með þetta núm­er sem þeir völdu, þú feng­ir bara rangt núm­er.“

Guðmund­ur seg­ir þessa aðferð sér­stak­lega leiðin­lega þar sem erfitt sé fyr­ir fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in að stoppa þetta. Hann hvet­ur fólk til þess að til­kynna öll til­felli síma­svika til CERT-IS.

„Við ósk­um eft­ir að fá til­kynn­ing­ar um öll svona mál til okk­ar í gegn­um vefsíðuna, þar er til­kynn­ing­ar­takki, eða senda okk­ur tölvu­póst á cert@cert.is.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert