Búast við um 12 þúsund manns

Margir leggja leið sína í Kópavoginn um helgina til að …
Margir leggja leið sína í Kópavoginn um helgina til að fylgjast með Símamótinu. mbl.is/Eyþór

Tjaldsvæðið við félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi eru hratt farin að fyllast vegna Símamótsins, sem nú er haldið í fertugasta skipti.

Hlynur Höskuldsson, meðstjórnandi Knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir að þeir allra fyrstu hafi mætt á tjaldsvæðin á þriðjudag. 

Nokkur hundruð manns á tjaldsvæðinu

Hlynur segir að um og yfir 12.000 manns verði á mótssvæðinu yfir helgina, en tæplega 3.000 stúlkur keppa á mótinu.

Þá segir hann að þótt margir séu mættir á tjaldsvæðið, megi búast við enn fleirum eftir því sem líður á helgina.

Gríðarleg stemning er á mótinu, sem er haldið á völlum …
Gríðarleg stemning er á mótinu, sem er haldið á völlum félagssvæðis Breiðabliks. mbl.is/Eyþór

„Ég hef ekki alveg töluna á því, en það eru einhver hundruð manns að fara gista á tjaldsvæðinu, og örugglega yfir hundrað hjólhýsi eða ferðavagnar sem verða hérna.“

Aðspurður hvort fólk þurfi að hafa hraðann á til að ná plássi, svarar hann því þó neitandi. „Það verður örugglega nægilegt pláss fyrir alla, en ef fólk vill fá bestu plássin, þá myndi ég drífa mig af stað.“

Veðrið hefur engin áhrif á stelpurnar

Full bókað er á Símamótið í ár, eins og það hefur verið árin áður.  „Það er fullt af fólki hérna, þótt veðrið sé kannski ekki uppá sitt besta þá gengur allt eins og í sögu. Hérna verða oft algjörar fjölskyldusamkomur, og svæðið verður eins og eitt stórt samfélag.

Líklegast munu nokkur hundruð manns gista á tjaldsvæðinu.
Líklegast munu nokkur hundruð manns gista á tjaldsvæðinu. mbl.is/Eyþór

„Svo eru yfir 400 stelpur að gista í skólanum, en eins og hef sagt áður, þá hefur veðrið kannski áhrif á okkur sem eru að skipuleggja og foreldra á hliðarlínunni, en það hefur engin áhrif á stelpurnar sem eru að keppa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert