Fylgst með fölsuðum pennum

Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir.
Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

Forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki hafa borið á fölsuðum Ozempic-pennum hér á landi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi frá sér tilkynningu í júní þar sem varað var við fölsunum á sykursýkislyfinu Ozempic.

Ástæða viðvörunarinnar er falsaðir Ozempic-pennar sem hafa ratað inn í hefðbundnar aðfangakeðjur í Bretlandi, Írlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum síðasta árið.

Forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, segir að stofnunin sé meðvituð um vandann.

„Við fylgjumst mjög náið með þessu. Það hefur ekki borið á þessu hjá okkur og ekki í þeim löndum þaðan sem heildsalarnir hér taka vöruna,“ segir Rúna og bætir við:

„Aðfangakeðjan á Íslandi er frekar lítil og þétt. Það eru fáir heildsalar og algjörlega fylgst með þessu.“

Rúna Hauksdóttir Hvannberg.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Ljósmynd/Lyfjastofnun

Mesta hættan ef pantað í gegnum netið

Þá segir Rúna að mesta hættan sé þegar fólk panti lyf með ólöglegum hætti í gegnum netið.

„Það eina sem við höfum verið að vara við er að vera ekki að kaupa þetta á netinu eða eitthvað slíkt því þá er ekki vitað hvað er í pennunum. Minnsta hættan er að það sé ekkert og mesta hættan er að það geti mögulega verið insúlín í pennunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka