Fylgst með fölsuðum pennum

Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir.
Ozempic sykursýkislyfið sem Novo Nordisk framleiðir. AFP

For­stjóri Lyfja­stofn­un­ar seg­ir ekki hafa borið á fölsuðum Ozempic-penn­um hér á landi. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in sendi frá sér til­kynn­ingu í júní þar sem varað var við föls­un­um á syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic.

Ástæða viðvör­un­ar­inn­ar er falsaðir Ozempic-penn­ar sem hafa ratað inn í hefðbundn­ar aðfanga­keðjur í Bretlandi, Írlandi, Bras­il­íu og Banda­ríkj­un­um síðasta árið.

For­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, seg­ir að stofn­un­in sé meðvituð um vand­ann.

„Við fylgj­umst mjög náið með þessu. Það hef­ur ekki borið á þessu hjá okk­ur og ekki í þeim lönd­um þaðan sem heild­sal­arn­ir hér taka vör­una,“ seg­ir Rúna og bæt­ir við:

„Aðfanga­keðjan á Íslandi er frek­ar lít­il og þétt. Það eru fáir heild­sal­ar og al­gjör­lega fylgst með þessu.“

Rúna Hauksdóttir Hvannberg.
Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg. Ljós­mynd/​Lyfja­stofn­un

Mesta hætt­an ef pantað í gegn­um netið

Þá seg­ir Rúna að mesta hætt­an sé þegar fólk panti lyf með ólög­leg­um hætti í gegn­um netið.

„Það eina sem við höf­um verið að vara við er að vera ekki að kaupa þetta á net­inu eða eitt­hvað slíkt því þá er ekki vitað hvað er í penn­un­um. Minnsta hætt­an er að það sé ekk­ert og mesta hætt­an er að það geti mögu­lega verið insúlín í penn­un­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert