Skyldasti ættingi SARS „var í þeirra eigin ísskáp“

Matt Ridley hélt rabbfund í dag í stofu HT-101 í …
Matt Ridley hélt rabbfund í dag í stofu HT-101 í Háskóla Íslands. mbl.is/Arnþór

„Ég held að það sé mun lík­legra að þetta hafi byrjað með leka úr rann­sókn­ar­stofu held­ur en með smiti úr dýri.“

Þetta seg­ir Matt Ridley vís­inda­höf­und­ur um kór­ónu­veiruna en hann hélt svo­kallaðan rabbfund í Há­skóla Íslands í dag í umboði Rann­sókn­ar­miðstöðvar um sam­fé­lags- og efna­hags­mál. Fund­ur­inn var þétt set­inn – í raun var stofa HT-101 smekk­full – og jafn­vel ný­sköp­un­ar­ráðherra lét sig ekki vanta.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fylgdist með Matt …
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fylgd­ist með Matt Ridley færa rök fyr­ir því að kór­ónu­veir­an gæti hafa byrjað í rann­sókn­ar­stofu í Wu­h­an. mbl.is/​Arnþór

Matt­hew White Ridley er þekkt­ur vís­inda­höf­und­ur og í raun margt annað líka; greifi, fyrr­ver­andi þingmaður breska íhalds­flokks­ins, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Nort­hern Rock-bank­ans í Bretlandi, blaðamaður og svo má lengi telja.

Að mennt er hann samt dýra­fræðing­ur en hef­ur á liðnum ára­tug­um skrifað fyr­ir hina ýmsu miðla, aðallega blöðin Econom­ist og Times. Skoðanir hans á lofts­lags­breyt­ing­um og nú kenn­ing­ar um kór­ónu­veiruna hafa vakið at­hygli heims á síðustu árum.

Ridley ræddi við blaðamann mbl.is.

Var á hinu gagn­stæða í upp­hafi

Ridley skrifaði bók um covid-kenn­ing­ar sín­ar árið 2021 í sam­vinnu við sam­einda­líf­fræðing­inn Al­inu Chan. Þar leggja þau fram sinn rök­stuðning við mögu­leik­an­um á því að SARS-Cov-2, Covid-19, eða bara kór­ónu­veir­an í dag­legu tali, eigi ræt­ur að rekja til rann­sókn­ar­stofu í Wu­h­an. Bók­in fékk blendn­ar mót­tök­ur en sjón­ar­miðin vöktu þó at­hygli.

Í upp­hafi far­ald­urs voru slík­ar vanga­velt­ur nefni­lega al­mennt álitn­ar sem sam­særis­kenn­ing­ar og fyrst taldi Ridley þetta sjálf­ur afar ólík­legt.

En hann skipti greini­lega um skoðun. Og nú virðast æ fleiri farn­ir að líta al­var­lega á þenn­an mögu­leika. En hvers vegna?

Grun­semd­ir Ridleys byggj­ast á ýmsu. Allra helst er það tregðan að hálfu kín­verskra stjórn­valda til að aðstoða við rann­sókn á upp­runa veirunn­ar og gögn sem hann seg­ir sýna fram á að rann­sókn­ir á veiru­teg­und­um ná­skyld­um Covid hafi verið fyr­ir­hugaðar á rann­sókn­ar­stof­unni í Wu­h­an (þó er mis­skýrt hvernig þeim áformun­um hafi síðan verið fygt eft­ir).

Matthew White Ridley er einn kunnasti vísindahöfundur heims.
Matt­hew White Ridley er einn kunn­asti vís­inda­höf­und­ur heims. mbl.is/​Arnþór

Upp á kannt við marga veiru­fræðinga

En meðal veiru­fræðinga er al­geng­asta kenn­ing­in sú að Covid-19 eigi upp­runa að rekja til Huan­an-markaðsins í Wu­h­an í Kína, kenn­ing sem Ridley virðist nú nán­ast hafna. Sum­ir vís­inda­menn hafa jafn­vel vísað kenn­ing­um um leka úr rann­sókn­ar­stofu á bug og bent á að „eng­in sönn­un­ar­gögn“ styðji við þær kenn­ing­arn­ar.

Hvers vegna er Ridley þá ekki sann­færður?

„Tja, yf­ir­völd í Kína telja ekki einu sinni að þetta hafi byrjað í Huan­an. Þau hafa gef­ist upp á þeirri kenn­ingu,“ svar­ar dýra­fræðing­ur­inn í sam­tali við mbl.is og nefn­ir að einn helsti veiru­fræðing­ur Banda­ríkj­anna, Ralph Baric telji Huan­an-kenn­ing­una ólík­lega.

„Það er rétt, það voru tvær rit­gerðir 2022 þar sem seg­ir að „við höld­um að þetta byrjaði þarna, því það er þyrp­ing [af smit­um] í kring­um markaðinn, og jafn­vel [smit] sem ekki tengd­ust voru ná­lægt markaðnum“ en við vit­um að niðurstaða rit­gerðanna er sú vegna þess að í upp­hafi far­ald­urs var leitað sér­stak­lega að smit­um þar, vegna þess að í upp­hafi lágu flest­ir smitaðir á spít­öl­um ná­lægt markaðnum [þ.e. í Wu­h­an].“

„Eng­in smituð dýr“

Ridley seg­ir að þau tvö af­brigði veirunn­ar sem fund­ust í sýn­um frá af Huan­an-markaðnum hafi lík­leg­ast þró­ast út frá eldra af­brigði. Smit­in á Huan­an-markaðnum hafi því orðið of seint í far­aldr­in­um til þess að markaður­inn sé upp­hafs­reit­ur veirunn­ar. Þá hafi eng­in smituð dýr fund­ist – dýr­in á markaðnum voru öll drep­in áður en vís­inda­menn gátu rann­sakað markaðinn.

„Eng­in smituð dýr, eng­ir smitaðir kaup­menn, eng­ir smitaðir kokk­ar,“ seg­ir hann. En í SARS-far­aldr­in­um 2002, sem mætti kalla hálf­gerðan for­föður kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, hafi smituð dýr fund­ist á fleiri en ein­um markaði.

„Já, það hef­ur verið til­hneig­ing í vís­inda­tíma­rit­um að gefa út ein­hverj­ar af þess­um rit­gerðum, en marg­ar þeirra reyn­ast vera rang­ar,“ full­yrðir hann enn frem­ur og tek­ur fram að sömu tíma­rit séu jafn­framt treg að birta rit­gerðir þar sem skömm­inni er skellt á rann­sókn­ar­stof­una.

Vill sjá gögn­in

En er Ridley sjálf­ur al­veg sann­færður um að þetta hafi allt byrjað í rann­sókn­ar­stofu?

„Nei, ég verð aldrei gjör­sam­lega sann­færður fyrr en við vit­um ná­kvæm­lega hvað gerðist. Kín­verj­ar hafa verið ófús­ir að sýna gagn­sæi til dags­ins í dag,“ svar­ar hann.

Enn frem­ur seg­ir Ridley að til sé gagna­grunn­ur á Wu­h­an-rann­sókn­ar­stof­unni sem Kín­verj­ar neiti að op­in­bera. Hann tel­ur hugs­an­legt að þar sé að finna skrán­ingu um veiru sem sé ná­skyld sótt­inni sem kom seinna til með að setja heim­inn á hliðina.

„Þau gætu gefið út þenn­an gagna­grunn og sannað að veir­an – eða hugs­an­leg­ar móður­veir­ur – væri ekki á rann­sókn­ar­stof­unni. Þau neita að gefa út gagna­grunn­in, enn þann dag í dag. Það er furðulegt. Hvers vegna bera þau ekki sak­irn­ar af sér?“

Það sem gæti sann­fært hann um hitt

Hvað gæti sann­fært þig um hitt, þ.e. að veir­an hafi í raun smit­ast úr dýri í mann?

„Smitað dýr. Ef við finn­um til dæm­is marðar­hund með veiruna sem líkt­ist henni upp á 98% og væri greini­lega af sama ætt­legg og all­ar veir­urn­ar sem finn­ast í mann­fólki. Þá væri ég sann­færður á einni nóttu,“ svar­ar hann.

En Ridley tek­ur seinna fram að hann eigi þar við um dýr sem myndu hafa smit­ast áður en far­ald­ur­inn hófst meðal manna.

Höf­um við sum sé ekki fengið slík sönn­un­ar­gögn?

„Það er búið að skima 80 þúsund dýr, um 400 frá þess­um markaði og mörg önn­ur ann­ars staðar frá. Þau hafa enn ekki fundið þessa veiru, eða ein­hverja sem lík­ist henni upp á 98%, í neinu dýri frá því áður en far­ald­ur hófst.“

Hvers vegna vilja Kín­verj­ar þá ekki vinna með okk­ur?

Hver tel­urðu að ástæðan sé fyr­ir því að Kín­verj­ar vilji ekki vinna með okk­ur?

„Ég held að Kín­verj­ar hafi tekið ákvörðun snemma um að þeir vildu ekki vera kennt um að hafa með óá­byrg­um hætti og áhættu­söm­um rann­sókn­um óvart drepið 28 millj­ón­ir manns. Það er skilj­an­legt að þeir vilji kom­ast und­an ábyrgð.“

Það sé aft­ur á móti óviðun­andi að þeir girði sig af frá rest­inni af heim­in­um með grjót­g­arði. Myndi þetta ger­ast í ein­hverju öðru landi væru kröf­ur gerðar frá alþjóðleg­um heil­brigðis­yf­ir­völd­um að skoða rann­sókn­ar­stof­urn­ar og gagna­grunni þeirra.

Hann grun­ar þó ekki að um efna­vopn­a­rann­sókn­ir hafi verið að ræða. Held­ur tel­ur hann lík­leg­ast að vinn­an sner­ist að því að fyr­ir­byggja fyr­ir hugs­an­leg­an far­ald­ur t.d. með því að vinna að bólu­efni.

„Sönn­un­ar­gögn­in – sem benda til þess að þau voru að gera ein­mitt þær rann­sókn­ir sem hafa leitt til þess­ar­ar veiru, í ná­kvæm­lega þess­ari borg, hvergi ann­ars staðar en í Wu­h­an – eru virki­lega sterk,“ seg­ir dýra­fræðing­ur­inn.

„Sönn­un­ar­gögn, en ekki full­nægj­andi sönn­un­ar­gögn“

En eru ein­hver raun­veru­leg sönn­un­ar­gögn sem benda til þess að þetta hafi byrjað þarna? Það kom t.d. fram í rann­sókn að þessi veira hafi aldrei verið á rann­sókn­ar­stof­unni?

„Þau voru með vírus með 96% lík­indi á rann­sókn­ar­stof­unni þegar far­ald­ur­inn hófst. Það er að segja að skyld­asti ætt­ingi SARS-Cov-2 þegar far­ald­ur­inn hófst var í þeirra eig­in ís­skáp,“ seg­ir hann og nefn­ir einnig að áform hafi verið uppi á rann­sókn­ar­stof­unni að setja klofn­un­ar­svæði í veiru í fyrsta sinn.

„Það hef­ur aldrei gerst í SARS-legri veiru áður. Þetta [kór­ónu­veir­an] er eini vírus­inn með slíkt klofn­un­ar­svæði.“

Þá hafi einnig verið áform á um að skipta um áherslu á stof­unni úr sars Sars yfir í frændafbrigði SARS sem lík­ist kór­ónu­veirunni enn frem­ur.

„Það er at­b­urðarás til­rauna, áforma og til­lagna sem spá­ir nán­ast ná­kvæm­lega fyr­ir þess­ari veiru,“ seg­ir hann.

„Það eru sönn­un­ar­gögn, en ekki full­nægj­andi sönn­un­ar­gögn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert