Átján sakborningar fara fyrir dóm í ágúst

Átjæan sakborningar mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur.
Átjæan sakborningar mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur. Ljósmynd/Þór

Átján manns sem ákærðir eru fyr­ir grun um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna mæta fyr­ir dóm 12. ág­úst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Þetta staðfest­ir Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara. 

Umræður hafa sprottið upp vegna um­fangs máls­ins og fjölda sak­born­inga. Vöknuðu þá upp spurn­ing­ar hvort að rétt­ar­höld færu fram í stærra hús­næði, svipað og gert var í Banka­stræt­is­mál­inu. Karl  staðfesti að þess þyrfti ekki og að rétt­ar­höld­in muni fara fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lagði hald á rúm­lega sex kíló af kókaíni og am­feta­míni. Einnig lagði lög­regla hald á lyf, stera, fíkni­efni, pen­inga­taln­inga­vél, skot­vopn og 40 millj­ón­ir króna í reiðufé.

Flest­ir sak­born­ing­anna voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­reglu um miðjan apríl, en þá stóð hóp­ur­inn fyr­ir komu tveggja manna sem fluttu fíkni­efni til lands­ins með skemmti­ferðaskipi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert