Fundu byssur, hnífa, sverð og axir á heimili sakbornings

Höfuðpaurinn er talinn vera karlmaður á fimmtugsaldri.
Höfuðpaurinn er talinn vera karlmaður á fimmtugsaldri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an lagði hald á fimm kíló af fíkni­efn­um og 37 millj­ón­ir króna í tengsl­um við rann­sókn á stór­um glæpa­hóp á Íslandi. Einnig lagði hún hald á veru­legt magn vopna, m.a. hin ýmsu skot­vopn, sverð, fimm axir og fjölda stungu­vopna.

Þann 5. júlí voru átján Íslend­ing­ar, þrett­án karl­menn og fimm kon­ur á ald­urs­bil­inu 28-71 árs, ákærðir í máli sem teng­ist glæpa­hópi sem er grunaður um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

Málið er ým­ist kennt við potta, þar sem fíkni­efni fund­ust fal­in í pott­um, eða Sól­heima­jök­ul, þar sem spjall­hóp­ur nokk­urra sak­born­inga er sagður heita í höfuð á jökl­in­um.

Sam­kvæmt ákæru sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­un­um eru níu sak­born­ing­ar ákærðir fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi og stór­felld fíkni­efna­laga­brot sem þau eru sögð hafa sam­mælst um að fremja á ár­inu 2023 fram til 11. apríl 2024.

Maður á fer­tugs­aldri er einnig grunaður um til­raun til mann­dráps. Elstu sak­born­ing­arn­ir eru 63 ára kona og 71 árs karl­maður sem bæði eru for­eldr­ar annarra sak­born­inga.

„Höfuðpaur­inn“ rak starf­sem­ina eins og fyr­ir­tæki

Lög­regl­an tel­ur sig hafa höfuðpaur­inn í haldi, 47 ára karl­mann sem er bú­sett­ur í Breiðholti. Hún seg­ir hann hafa rekið starf­sem­ina eins og fyr­ir­tæki.

Starf­sem­inni var að miklu leyti stjórnað í spjall­hóp á sam­skipta­for­rit­inu Signal. Þar bar fólk dul­nefni til að hylja raun­veru­leg nöfn sín.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er höfuðpaur­inn sagður hafa ráðið til sín og rekið fólk líkt og um hefðbundna fyr­ir­tækj­a­starf­semi væri að ræða og að fólk í starf­sem­inni þegið mánaðarleg laun og notið rétt­inda sem líkja má við sum­ar­leyfi og jafn­vel veik­inda­leyfi, ef svo bar und­ir.

37 kúl­ur, 5 kíló af fíkni­efn­um og fá­rán­lega mörg vopn

Lög­regl­an lagði hald á rúm­lega 33 millj­ón­ir króna í reiðufé í mál­inu en einnig 26 þúsund evr­ur (4 m.kr.), 80 Banda­ríkja­dali (11 þús kr.), 20 pólsk sloty (700 kr.), 100 tyrk­nesk­ar lýr­ur (415 kr.) sem fund­ust á heim­il­um eða í bif­reiðum sak­born­inga. Þá var einnig lagt hald á pen­inga­vél­ar.

Lög­regla lagði þá alls hald á 4,3 kíló af kókaíni, 1,5 kíló af kókaíni, 9,8 grömm af keta­míni, 6,8 grömm af MDMA, tæp 48 grömm af metam­feta­mínkristöl­um auk 5,5 stykkja af MDMA.

Ein kona er einnig kærð fyr­ir að hafa haft 50 stk. af Ro­hypnol í vörsl­um sín­um í sölu- og dreif­ing­ar­skyni en Ro­hypnol er oft notað sem byrlun­ar­lyf.

Við hús­leit á heim­ili 29 ára karl­manns í Reykja­vík og við leit í bif­reið hans fund­ust bit­vopn, kast­hníf­ur, níu stungu­vopn, 5 axir, sverð, skamm­byssa með hljóðdeyfi, önn­ur skamm­byssa, hagla­byssa, 59 hagla­byssu­skot og 20 skot af öðru tagi.

Við hús­leit á heim­ili 41 ára manns lagði lög­regla hald á fjaðrahníf og fjög­ur hagla­skot. Bit­vopn fannst einnig á heim­ili 39 ára konu.

Hagla­byssa, loftskamm­byssa með stál­kúl­um, raf­lost­byssa, skot, hnúa­járn og pip­ar­byssa fannst við leit á heim­ili og í bif­reið 35 ára karl­manns. Tvær raf­losts­byss­ur fund­ust á heim­ili 36 ára manns og mace­brúsi og bit­vopn fund­ust heima í bíl eins manns.

Til­raun til mann­dráps: Kyrkti mann í sjö mín­út­ur

Í þess­um átján manna hóp er 35 ára karl­maður bú­sett­ur í Reykja­vík sem gef­in er sök um til­raun til mann­dráps við Bjalla­vað í Norðlinga­holti aðfaranótt laug­ar­dags­ins 11. mars 2023.

Lög­regla seg­ir hann haldið manni í kyrk­ing­ar­taki í tekið hann sjö mín­út­ur og þannig reynt að svipta hann lífi.

„Við at­lög­una var [þolandi kyrk­ing­ar­inn­ar] sett­ur í lífs­hættu­legt ástand sem birt­ist í meðvit­und­ar­skerðingu, krömp­um og blóðsúrn­un,“ seg­ir í ákær­unni.

Eit­ur­lyf fal­in í pott­um

Í gögn­um sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um kem­ur fram að aðdrag­and­inn að hand­tök­um í mál­inu megi rekja til komu skemmti­ferðaskips til Íslands þann 11. apríl 2024.

Virðist hlut­verka­skipt­ing hafa verið skýr og þegar tveir manna úr starf­sem­inni héldu til Suður-Evr­ópu í apríl síðastliðnum grunaði lög­reglu strax að til­gang­ur­inn væri að flytja inn fíkni­efni til Íslands.

Lög­regla fann þar 2,1 kíló af kókaíni fal­in í pott­um. Í tengsl­um við það eru fjór­ir karl­menn ákærðir, þar á meðal höfuðpaur­inn.

Höfuðpaur­inn er sagður hafa skipu­lagt inn­flutn­ing­inn en all­ir fjór­ir sak­born­ing­ar sam­mælt­ust um þátt­töku með því að skipt­ast á skila­boðum í gegn­um Signal.

Í ákæru seg­ir að skila­boðin hafi inni­haldið fyr­ir­mæli, leiðbein­ing­ar og sam­töl um hvernig koma ætti fíkni­efn­un­um úr skip­inu, hverj­um ætti að af­henda þau og hvernig og hvar fjar­lægja skyldi efn­in úr pott­un­um.

Um­svifa­mikið pen­ingaþvætti

Höfuðpaur­inn er sakaður um að skipu­leggja pen­ingaþvætti með því að láta fjöl­nota­höldu­poka með pen­ing­um ganga á milli manna.

46 ára maður bú­sett­ur í Kópa­vogi er ákærður fyr­ir að hafa mót­tekið 12.396.000 krón­ur í poka á heim­ili höfuðpaurs­ins þann 18. októ­ber en féð er talið vera afrakst­ur eða ávinn­ing­ur brot­a­starf­sem­inn­ar.

49 ára maður úr Reykja­vík tók á móti téðum fjár­mun­um á bif­reiðaverk­stæði í Kópa­vogi og geymdi þá í bíl sín­um. Sá kvaðst reynd­ar ekk­ert vita hvað í væri í pok­an­um þegar lög­regla talaði við hann og hinn maður­inn sagðist hafa átt að flytja fjár­mun­ina á milli staða að beiðni höfuðpaurs­ins.

Ann­ar karl­maður, 28 ára að aldri, var stöðvaður á Kefla­vík­ur­flug­velli í mars 2024 á leið til Vín­ar­borg­ar í Aust­ur­ríki. Hafði hann um 16,1 millj­ón króna í reiðufé í far­angri en fjár­mun­ina fékk hann frá 42 ára sam­verka­manni sem hafði tekið á móti þeim frá öðrum manni sem einnig er ákærður.

„Í ann­arri skýrslu­töku skýrði [maður­inn sem var á leið úr landi] frá því að hann hefði fengið val, annaðhvort borgaði hann fíkni­efna­skuld upp á 900.000 krón­ur eða að hann færi með þessa pen­inga úr landi,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Gæslu­v­arðhald yfir höðfuðpaurn­um renn­ur út í dag 2. ág­úst 2024 en ekki ligg­ur fyr­ir hvort það verði fram­lengt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert