Úr forstjórastólnum í sögu þorsksins

Gylfi Ólafsson hitti blaðamenn í félagsheimilinu í Ögri.
Gylfi Ólafsson hitti blaðamenn í félagsheimilinu í Ögri. mbl.is/Agnar Már

Sól­in brýt­ur sér leið milli skýja­bakk­anna sem af og til sleppa nokkr­um rign­ing­ar­drop­um til jarðar er blaðamenn Morg­un­blaðsins leggja leið sína inn í Ögur­vík í Ísa­fjarðar­djúpi. För­inni er heitið að hinum víðfræga kirkju­stað Ögri þar sem nú er rek­in ferðaþjón­usta og hið huggu­leg­asta kaffi­hús í fé­lags­heim­il­inu.

Ögur á sér langa sögu, fé­lags­heim­ilið, sem nú á dög­um er helst þekkt fyr­ir sveita­ballið sem þar er haldið í júlí hvert sum­ar, var reist árið 1925 og verður því ald­argam­alt á næsta ári. Vegg­ina prýða mynd­ir af þeim sem það reistu og fyrsta bygg­ing­arstigi. Þá má nefna að bær­inn var þingstaður Ögur­hrepps og fyrsta raf­stöðin á sveita­heim­ili við Djúp var reist í Ögri 1928. Þá var þar lengi lands­s­íma og póstaf­greiðsla, sem og lækn­is­set­ur frá 1932 til 1951.

Tími gefst til að fá sér al­ís­lenska kjötsúpu og kannski minna ís­lenska, en þó rót­gróna í menn­ingu þús­ald­arkyn­slóðar­inn­ar, sam­loku með skinku og osti sem vert­inn í Ögri reiðir fram á ör­skots­stundu. Í eft­ir­rétt er svo upp­á­hellt kaffi og upp­rúllaðar pönnu­kök­ur með sykri.

Og þegar fyrsta pönnukakan hef­ur runnið ljúf­lega niður með kaff­inu kem­ur Gylfi Ólafs­son, formaður bæj­ar­ráðs Ísa­fjarðarbæj­ar og fyrr­ver­andi for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða, í hlaðið með fjöl­skyld­unni. Ferð fjöl­skyld­unn­ar er heitið hring­inn í kring­um landið, en fjöl­skyldufaðir­inn gef­ur sér þó tíma til að spjalla við blaðamenn Hring­ferðar­hlaðvarps Morg­un­blaðsins.

Gekk á ýmsu

Gylfi lét af störf­um sem for­stjóri heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar í sept­em­ber á síðasta ári og átti hug­mynd­ina að því að hitt­ast svo til á miðri leið um Djúpið. Við byrj­um á að ræða um for­stjóra­starfið, en Gylfi sinnti því ein­mitt á meðan heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru geisaði.

„Það gekk nú á ýmsu þegar ég var þar í for­stjóra­stóln­um og ég var þarna dá­lítið í fjöl­miðlum í tengsl­um við covid og smitið sem var á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi snemma í far­aldr­in­um,“ seg­ir Gylfi.

„Þetta var þarna í blá­byrj­un, mánaðamót­in mars/​apríl. Þannig að þetta var allt svo­lítið sér­stakt og merki­legt. Veðrið var slæmt þannig að þetta var dá­lítið áhuga­vert og mynd­rænt,“ seg­ir Gylfi en því umstangi eru gerð skil í heim­ild­arþátt­un­um Stormi eft­ir Sæv­ar Guðmunds­son og Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son.

Skip­un­ar­tíma­bili Gylfa lauk um mitt síðasta ár og þá fór hann að velta því fyr­ir sér hvort hann hefði hug á að vera for­stjóri í önn­ur fimm ár.

„Þá bara komst ég að því að ég væri kannski bú­inn að gera það sem ég vildi gera í þess­ari um­ferð. Ég væri meira boðhlaupsmaður frek­ar en lang­hlaupsmaður í þessu. Ég var bú­inn að koma mörg­um breyt­ing­um til leiðar og fannst tím­inn rétt­ur til að koma kefl­inu á ein­hvern ann­an. Hafði ekk­ert hug á að flytja en haft marg­ar hug­mynd­ir um það hvað er hægt að gera meira og bet­ur, þá á Ísaf­irði sér­stak­lega,“ seg­ir Gylfi.

mbl.is/​Agn­ar Már

Opn­ar nýja sýn­ingu

Fram að þessu hafði hann verið í sveit­ar­stjórn í tvö ár en þegar hann sagði skilið við for­stjóra­starfið gat hann ein­beitt sér bet­ur að þeim mál­um. Það er þó ekki þannig að hann hafi aðeins unnið í sveit­ar­stjórn­ar­mál­un­um síðan í sept­em­ber í fyrra, hann er nefni­lega með nýtt verk­efni í bíg­erð.

„Það sem ég er helst að und­ir­búa núna er upp­lif­un­ar­sýn­ing fyr­ir gesti skemmti­ferðaskipa. Aðdrag­and­inn að því er að Ísa­fjörður er kirfi­lega þriðja stærsta skemmti­ferðaskipa­höfn hér á Íslandi og það hef­ur dregið sam­an með höfn­un­um þrem­ur sem eru í efstu sæt­un­um, Ak­ur­eyri, Reykja­vík og Ísaf­irði, bara í ár,“ seg­ir Gylfi og rek­ur ástæður þess að þró­un­in hafi verið á þann veg.

Fyrsta ástæðan sé að nýr hafn­arkant­ur hafi verið byggður á Ísaf­irði og nú geti stærstu skemmti­ferðaskip­in sem eiga leið að Íslands­strönd­um lagt al­veg að bryggju.

„Ann­ar þátt­ur er að Ísa­fjörður er bara frá­bær viðkomu­staður fyr­ir gesti á skemmti­ferðaskip­um. Fjöll­in eru mjög ná­lægt skip­inu þannig að fólk finn­ur þessa fjarðatil­finn­ingu, að vera inni í lokuðum firði,“ seg­ir Gylfi og bend­ir svo á alla þá staði sem eru í næsta ná­grenni við Ísa­fjörð. Þriðja ástæðan er að hans mati sú að sigl­ing­ar­leiðin frá Reykja­vík til Ísa­fjarðar er pass­leg sigl­ing með hóf­legri ol­íu­eyðslu á svona stór­um skip­um.

„Þau fara seinnipart­inn frá Reykja­vík og eru kom­in að morgni til Ísa­fjarðar,“ seg­ir Gylfi og seg­ir það sama gilda um sigl­ing­ar­leiðina til og frá Ak­ur­eyri.

„Fjórða ástæðan er að það sem fólk ger­ir í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri eru heils­dags­ferðir. Gullni hring­ur­inn er all­ur dag­ur­inn, á Ak­ur­eyri er það Goðafoss og Mý­vatn. Það er all­ur dag­ur­inn. En allt sem er hægt að gera frá Ísaf­irði eru hálfs­dags­ferðir, svona 3-5 klukku­stund­ir,“ seg­ir Gylfi og seg­ir gesti skemmti­ferðaskip­anna því geta tekið því aðeins ró­leg­ar á Ísaf­irði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert