Með rólegra móti á Akureyri

Lögreglan á Akureyri segir helgina hafa sloppið vel til í …
Lögreglan á Akureyri segir helgina hafa sloppið vel til í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Akureyri segir lokakvöld hátíðarinnar Ein með öllu hafa verið rólegra en fyrri tvö kvöld. Alltaf sé eitthvað um eril og pústra en engin stór verkefni sem lögregla þurfti að takast á við.

„Lokatónleikarnir í gærkvöldi voru mjög vel sóttir en það fór allt mjög vel fram. Engin stór verkefni sem að duttu inn á borð okkar,“ segir Árni Páll Jóhannsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

„Auðvitað voru einhverir pústrar og svoleiðis en ekkert stórt,“ bætir hann við.

Staðfestir þá Árni að engin kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu alla helgina.

Góð mæting

Mikill fjöldi manna sótti hátíðina og segir Árni að Viðburðarstofa Norðurlands áætli að vel yfir 10.000 manns hafi heimsótt bæinn um helgina.

„Miðað við mannfjölda og annað slíkt þá slapp þetta vel til um helgina. Eina stóra málið var þetta hnífsstungumál,“ segir aðalvarðstjórinn en nefnir jafnframt að frekari upplýsingar um málið verði ekki veittar annað en að skýrslur hafi verið teknar og málið sé í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka