Þingvellir fyrsti sýndarveruleiki Disney+

Sýndarveruleikinn verður aðgengilegur hjá Disney+.
Sýndarveruleikinn verður aðgengilegur hjá Disney+. Mynd/AFP

National Geographic og Disney+ hyggjast nú bjóða notendum sínum að upplifa mikilfengleika og fegurð Þingvalla með hjálp sýndarveruleika, en Þingvellir verða jafnframt fyrsti slíki áfangastaðurinn sem Disney býður upp á í sýndarveruleikagleraugunum Apple Vision Pro.

Frá þessu greinir miðillinn BusinessWire.

Með gleraugunum verða notendur gleraugnanna fluttir yfir í einstakt landslag Þingvallaþjóðgarðs á snjóríkum vetrardegi, en þeim verður jafnframt gert kleift að kanna umhverfi garðsins með gagnvirkum hætti og með náttúrulegum umhverfishljóðum sem gera upplifunina enn raunverulegri fyrir vikið. 

Upptökuteymi National Geographic sá um að mynda Þingvelli fyrir Disney, en haft er eftir David Miller, aðstoðarframkvæmdastjóra National Geographic, í frétt BusinessWire, að upplifunin í sýndarveruleikagleraugunum sé mikilvægt framhaldsskref í starfi Nationl Geographic í því að skrásetja fegurð náttúrunnar um víða veröld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert