Viðvaranir í gildi víða

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Faxaflóa, Breiðafirði, …
Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Kort/mbl.is

„Alldjúp lægð skammt suður af Reykjanesi þokast suðvestur og dregur þá úr vindi, sem var mjög hvass syðst í nótt.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands og jafnframt að það hvessi norðvestanlands, sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veðurviðvaranir vegna vinds eru í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega, einkum ef bílar og eftirvagnar eru viðkvæmir fyrir vindum.

Fáein úrkomusvæði þokast norðvestur yfir landið í dag og rignir víða, mest þó á Ströndum og Austfjörðum, þar sem búist er við úrhelli, sem gæti valdið aurskriðum og grjóthruni.

Ferðalangar á svæðunum eru því hvattir til að forðast brattar fjallshlíðar, árfarvegi og varasöm vöð. Gular veðurvarnir eru í gildi vegna þess.

Dregur loks úr úrkomu á austanverðu landinu í kvöld, en vestantil í nótt.

Síðan er útlit fyrir mun rólegra veður, þó verður skýjað að mestu með vætu öðru hvoru í flestum landshlutum.

Fremur hlýtt á landinu fram undir helgi, en fer þá heldur að kólna, einkum norðan heiða.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka