Engin nauðgun tilkynnt í Eyjum

„Engar tilkynningar,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmanneyjum.
„Engar tilkynningar,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmanneyjum. mbl.is/Óskar Pétur

Lögreglunni í Vestmannaeyjum barst engin tilkynning um kynferðisofbeldi á meðan Þjóðhátíð í Herjólfsdal stóð yfir. Einhverjar alvarlegar líkamsárásir áttu sér stað.

„Engar tilkynningar,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmanneyjum, í samtali við mbl.is, spurður um fjölda kynferðisbrotamála sem hefði ratað á borð lögreglu yfir verslunarmannahelgina.

„Það barst okkur ekkert til eyrna um brot af því tagi.“

Er það óvenjulegt?

„Ég veit það ekki,“ svarar hann. „En jú, auðvitað er oftast nær eitthvað. Það er nú þannig.“

Vonar að ungmennin séu að skána

Lög­regl­an hafði eitt kyn­ferðis­brota­mál til rann­sókn­ar á síðustu Þjóðhátíð og lögreglustjórinn vonar að þessum málum fari fækkandi.

„Þegar maður horfir á þetta þá vonar maður auðvitað að þetta sé eitthvað að breytast,“ segir hann en undanfarin ár hefur athygli verið vakin á kynferðisofbeldi á útihátíðum og mikil umræða skapast í kringum það.

„Maður vonar að þessi ungmenni séu farin að verða skárri,“ segir Karl Gauti.

Nokkrar alvarlega líkamsárásir

Þá segir Karl Gauti að einhverjar líkamsárásir hafi átt sér stað á hátíðinni. Sumar alvarlegar.

„Nokkrar með beinbrotum og skurðum eftir glerbrot.“

Hann segir að lögreglan hafi lagt hald á einhverja hnífa en þeir séu þó færri en tíu. Engum þeirra var þó beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka